spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÁ diskinn minn: Egill Øydvin Hjördísarson

Á diskinn minn: Egill Øydvin Hjördísarson

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Evrópumeistarinn Egill Øydvin Hjördísarson er einn af færustu bardagamönnum okkar og hugsar vel um mataræðið sitt. Hér gefur hann okkur innsýn í mataræðið sitt og sinn uppáhalds rétt.

Á diskinn minn er liður þar sem við fáum að forvitnast aðeins um mataræðið hjá bardagafólkinu okkar. Egill hefur bæði barist í millivigt (84 kg) og léttþungavigt (93 kg) og þarf hann oft að vera mjög agaður í mataræðinu. Egill varð Evrópumeistari í léttþungavigt í nóvember í fyrra en hefur ekkert barist síðan þá. Egill er að glíma við meiðsli núna en stefnir á að taka sinn fyrsta atvinnubardaga þegar hann verður orðinn heill.

Hvernig er mataræðið þitt svona dags daglega?

Í morgunmat fæ ég mér vítamín, lýsi, 2-3 egg og 2-3 beikonsneiðar og svo einn Nocco BCAA drykk. Ég æfi oftast í hádeginu þannig ég fæ mér oftast Hleðslu og banana kl 11 fyrir æfingu. Eftir æfingu fæ ég mér hádegismat og er það oftast afgangur frá kvöldinu áður. Um 16 leytið fæ mér einhverja ávexti og borða svo einhvern rétr frá Eldum rétt í kvöldmat.

Hvað reyniru að borða mikið af?

Ég reyni að borða mikið af fitu og próteini, finnst ég verða orkumeiri ef ég úða ekki of mikið af kolvetnum í mig. Borða kolvetni fyrir og eftir æfingar. Hef verið að taka Paleo pakka hjá Eldum Rétt í rúma 6 mánuði og líkar það mjög vel. Einnig drekk ég mikið af vatni og ég drekk 2-3 Nocco BCAA drykki daglega.

Hvernig breytist mataræðið þegar þú ert kominn með bardaga?

Þá tek ég allt auka út og hætti að leyfa mér nammi og brauð. Einnig sker ég skammtastærðirnar vel niður. Ætli ég fari ekki frá því að borða 3500 kcal yfir í 2000 kcal á dag.

Hvar finnst þér best að borða þegar þú borðar ekki heima hjá þér?

Það er engin einn sérstakur staður. Ég flakka bara á milli þar sem eitthvað hollt er að fá. Þegar ég borða heima finnst mér best að fá Naanbrauðspitsu með osti og hráskinku. Ef ég stend mig vel í cuttinu get ég leyft mér svona lúxus fyrir bardaga.

Uppáhalds réttur?

Hann er mjög einfaldur. Eitthvað sem ég kalla Classic Egill og er svona go to réttur. Set tvær kjúklingabringur á George Foreman grillið, hálfa sæta kartöflu inn í ofn með sítrónupipar í 90 mínútur og svo spínat með. Fer eftir stuði hvernig krydd ég nota á bringurnar en oftast er það bara svartur pipar eða sítrónupipar. Ég borða þetta alltof oft!

Að lokum vill Egill fá að þakka eftirfarandi styrktaraðilum: Nocco Iceland, QnT, Sjoppan, Eldum rétt, Underarmour Iceland, GÁP, Mjölni og Óðinsbúð.

Sjá einnig:

Á diskinn minn: Bjarki Þór Pálsson

Á diskinn minn: Sunna Rannveig Davíðsdóttir

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular