spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDominick Cruz mætir Cody Garbrandt á UFC 207

Dominick Cruz mætir Cody Garbrandt á UFC 207

cruz-grabrandtDominick Cruz mun verja bantamvigtartitil sinn gegn Cody Garbrandt. Bardaginn fer fram á UFC 207 í desember – sama kvöld og Ronda Rousey snýr aftur.

Orðrómar um bardagann hafa verið á kreiki í um það bil viku en var staðfestur í gærkvöldi. Það verður því heljarinnar veisla þann 30. desember þegar UFC 207 fer fram en báðir bantamvigtarmeistararnir verða í eldlínunni – Amanda Nunes og Dominick Cruz.

Cody Garbrandt hefur farið á kostum síðan hann kom í UFC í fyrra. Garbrandt hefur klárað fjóra af fimm bardögum sínum með rothöggi og er ósigraður í tíu MMA bardögum. 2016 hefur verið frábært ár hjá honum en allir þrír bardagar hans hafa klárast í 1. lotu. Margir aðdáendur vildu því sjá hann fá tækifæri gegn meistaranum Dominick Cruz.

Cruz hefur sömuleiðis átt gott ár en hann byrjaði árið á að ná gamla beltinu sínu aftur frá T.J. Dillashaw. Hann varði svo titilinn í júní gegn Urijah Faber, liðsfélaga og einn af þjálfurum Cody Garbrandt.

Fyrrum meistarinn T.J. Dillashaw er væntanlega ósáttur með þessar fréttir en hann hefur ítrekað óskað eftir að fá annan bardaga gegn Cruz. Fyrri bardaginn var afar jafn og töldu margir að Dillashaw hefði átt skilið að vinna. Það verður því einhver bið á endurati þeirra og spurning hvað Dillashaw gerir næst.

Dillashaw fékk aðeins 50.000 dollara fyrir sigur sinn á Raphael Assuncao á UFC 200 og verða þessar fréttir ekki til þess að gera hann hamingjusamari með núverandi stöðu sína.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular