Wednesday, April 17, 2024
HomeForsíðaUFC staðfestir meiðsli Gunnars

UFC staðfestir meiðsli Gunnars

mousasi-hall-2UFC staðfesti í morgun að Gunnar Nelson sé meiddur og berjist ekki í Belfast. Aðalbardaginn í Belfast verður því viðureign Gegard Mousasi og Uriah Hall.

Ariel Helwani greindi fyrstur frá þessu á föstudagskvöld en núna hefur UFC staðfest frétt hans. Gunnar Nelson átti að mæta Dong Hyun Kim í aðalbardaganum í Belfast þann 19. nóvember. Ekki er vitað hversu lengi Gunnar verði frá.

Gegard Mousasi og Uriah Hall mættust í Japan í september í fyrra þar sem Hall tókst að rota Mousasi með miklum tilþrifum. Síðan þá hefur Mousasi viljað ná fram hefndum og fær nú ósk sína uppfyllta.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular