Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeErlentDominick Cruz og Urijah Faber sættast eftir áratugar ríg

Dominick Cruz og Urijah Faber sættast eftir áratugar ríg

Það má segja að jólaandinn hafi læðst aftan að mönnum í kjölfar UFC bardagakvölds helgarinnar þegar erkifjendurnir Dominick Cruz og Urijah Faber sættust eftir áralangan fjandskap.

Allt byrjaði þetta árið 2007 á WEC 26. Urijah Faber var meistarinn í fjaðurvigt og Dominick Cruz áskorandinn. Faber sigraði bardagann á innan við tveimur mínútum en tapið er ennþá það eina á ferli Cruz. Þeir börðust svo síðar tvisvar í UFC þar sem Cruz sigraði nokkuð örugglega á stigum í bæði skiptin.

Alla tíð hafa þessir tveir eldað grátt silfur saman sem smitaðist út í bardaga Cruz við T.J. Dillashaw og núna Cody Garbrandt. Það var því falleg stund á Fox sjónvarpsstöðinni þegar þeir Cruz og Faber tókust í hendur eins og heiðursmenn og sættust.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular