spot_img
Thursday, November 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJohn Kavanagh: Allir bardagamenn SBG skyldaðir í heilaskanna ef þeir ætla að...

John Kavanagh: Allir bardagamenn SBG skyldaðir í heilaskanna ef þeir ætla að keppa á næsta ári

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

John Kavanagh ætlar að skylda alla bardagamenn sína til að fara í heilaskanna ef þeir ætla að keppa í MMA á næsta ári.

John Kavanagh vill senda alla bardagamenn sína, hvort sem þeir keppa sem áhugamenn eða atvinnumenn, í heilaskanna. Þetta vill Kavanagh gera til að ganga úr skugga um að engir undirliggjandi kvillar séu fyrir hjá bardagamönnum sínum. Bardagamenn eru ekki skyldaðir til að gera þetta af bardagasamtökum en þetta mun vera skylda hjá SBG.

„Ef þú tekur 100 manns af handahófi mun einhver þeirra vera með undirliggjandi kvilla sem koma í veg fyrir að þeir geti keppt. Þetta væri eitthvað sem kæmi ekki eftir MMA-iðkun eða aðra íþróttaiðkun heldur erfðafræðilegt eða eftir veikindi í æsku. Við erum heppin að SAFE MMA í Írlandi ætlar að bjóða bardagamönnum í skanna fyrir aðeins 150 evrur (17.859 ISK). Bardagamenn geta því fengið hugarró áður en þeir keppa. Ég mæli sterklega með því að allir bardagamenn á Írlandi, hvort sem það eru atvinnumenn eða áhugamenn, nýti sér þetta tilboð frá SAFE MMA,“ segir Kavanagh á opinberri Facebook síðu sinni.

Þetta er mikilvægt skref í að gera MMA öruggara og vonandi munu fleiri bardagaklúbbar gera hið sama.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular