spot_img
Friday, January 3, 2025
Minigarðurinnspot_img
HomeForsíðaDong Hyun Kim: Ég mun finna veikleika Gunnars

Dong Hyun Kim: Ég mun finna veikleika Gunnars

Dong Hyun Kim
Dong Hyun Kim

Dong Hyun Kim, andstæðingur Gunnars Nelson í Belfast segir að baulin í Írunum muni bara hafa góð áhrif á sig. Bardagi Gunnars og Dong Hyun Kim verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Belfast í nóvember.

Það styttist heldur betur í bardaga Gunnars og Dong Hyun Kim sem fer fram þann 19. nóvember. Dong Hyun Kim var nýlega í viðtali við Severe MMA á Írlandi og segist ætla að finna veikleika Gunnars. „Ég mun sýna að MMA glíman mín er betri en jiu-jitsuið hans. Ég ætla að fljóta eins og vatn í öllum stöðum og finna veikleika hjá honum,“ segir Kim.

Gunnar er afar vinsæll á Írlandi og mun væntanlega hljóta mikinn stuðning meðal áhorfenda. „Hávaðinn og ástríðan í áhorfendum getur hjálpað þér en það getur líka gert þér erfiðara fyrir. Það er gífurleg pressa á heimamanninum þannig að mér finnst betra að berjast á heimavelli óvinarins. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig týpa Gunnar er en ég held að hann sé ekki týpan til að njóta athyglinnar eins og Conor McGregor.“

Áhorfendur munu væntanlega baula á Dong Hyun Kim er hann gengur í búrið og segist hann  vera tilbúinn í það. „Ég mun sennilega ganga í búrið undir bauli heimamanna en þetta verður góður bardagi af minni hálfu og áhorfendur eiga eftir að klappa fyrir mér er ég geng úr búrinu. Það mun enginn halda með mér í Belfast en ég mun þagga niður í áhorfendum og fara rólegur heim með sigurbónusinn.“

Aðspurður um hver sé helsti munurinn á honum og Gunnari segir hann það vera hugarfarið. „Hugarfarið mitt mun skila mér sigri. Ég er sterkari á heimavelli andstæðingsins. Það er auðveldara að eyðileggja partý annarra heldur en að spila þetta öruggt á heimavelli.“

Kim er með 21 sigur en þar af eru 12 í UFC. Þrátt fyrir að vera mjög góður glímumaður er Kim bara með tvo sigra eftir uppgjafartök. „Sigrarnir mínir 12 komu ekki bara út af glímunni. Ég mun sýna hvað skilaði mér þessum 12 sigrum.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular