spot_img
Wednesday, October 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDong Hyun Kim fær annan bardaga á UFC 207

Dong Hyun Kim fær annan bardaga á UFC 207

Dong Hyun Kim
Dong Hyun Kim

Dong Hyun Kim, sem átti að mæta Gunnari Nelson nú um helgina, er kominn með annan bardaga. Kim mætir Tarec Saffiedine á UFC 207 í lok desember.

Bardagi Gunnars og Dong Hyun Kim átti að vera aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Belfast nú um helgina. Því miður meiddist Gunnar og gat hann því ekki barist eins og til stóð. Uriah Hall og Gegard Mousasi eru þess í stað í aðalbardaga kvöldsins og stóð aldrei til að finna nýjan andstæðing fyrir Kim í Belfast.

Vonir stóðu til að bardagi Gunnars og Kim myndi aftur verða settur saman á næsta ári en nú er ljóst að Kim ætlar ekki bara að bíða. UFC 207 fer fram þann 30. desember þar sem Ronda Rousey mætir Amöndu Nunes í aðalbardaga kvöldsins.

Tarec Saffiedine átti að mæta Matt Brown sama kvöld en Brown var færður á UFC 206 til að mæta Donald Cerrone. Kúrekinn Cerrone átti að mæta Kelvin Gastelum á UFC 205 um nýliðna helgi en Gastelum var langt frá því að ná vigt og því gat bardaginn ekki farið fram.

Dong Hyun Kim hefur ekkert barist síðan í nóvember 2015. Kim átti að mæta Neil Magny á UFC 202 en meiddist og gat því ekki keppt. Bardagi hans gegn Gunnari féll auðvitað niður svo hann er eflaust ólmur í að fá að berjast aftur sem fyrst.

Bardaginn hefur ekki verið staðfestur af UFC en sænska vefsíðan MMA Nytt hefur heimildir fyrir þessu. Þá hefur MMA Kings einnig greint frá þessu

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular