Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDong Hyun Kim fær annan bardaga á UFC 207

Dong Hyun Kim fær annan bardaga á UFC 207

Dong Hyun Kim
Dong Hyun Kim

Dong Hyun Kim, sem átti að mæta Gunnari Nelson nú um helgina, er kominn með annan bardaga. Kim mætir Tarec Saffiedine á UFC 207 í lok desember.

Bardagi Gunnars og Dong Hyun Kim átti að vera aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Belfast nú um helgina. Því miður meiddist Gunnar og gat hann því ekki barist eins og til stóð. Uriah Hall og Gegard Mousasi eru þess í stað í aðalbardaga kvöldsins og stóð aldrei til að finna nýjan andstæðing fyrir Kim í Belfast.

Vonir stóðu til að bardagi Gunnars og Kim myndi aftur verða settur saman á næsta ári en nú er ljóst að Kim ætlar ekki bara að bíða. UFC 207 fer fram þann 30. desember þar sem Ronda Rousey mætir Amöndu Nunes í aðalbardaga kvöldsins.

Tarec Saffiedine átti að mæta Matt Brown sama kvöld en Brown var færður á UFC 206 til að mæta Donald Cerrone. Kúrekinn Cerrone átti að mæta Kelvin Gastelum á UFC 205 um nýliðna helgi en Gastelum var langt frá því að ná vigt og því gat bardaginn ekki farið fram.

Dong Hyun Kim hefur ekkert barist síðan í nóvember 2015. Kim átti að mæta Neil Magny á UFC 202 en meiddist og gat því ekki keppt. Bardagi hans gegn Gunnari féll auðvitað niður svo hann er eflaust ólmur í að fá að berjast aftur sem fyrst.

Bardaginn hefur ekki verið staðfestur af UFC en sænska vefsíðan MMA Nytt hefur heimildir fyrir þessu. Þá hefur MMA Kings einnig greint frá þessu

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular