spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDraumajól MMA áhugamannsins

Draumajól MMA áhugamannsins

Aðfangadagur er genginn í garð og fá allir þá vonandi góðar og skemmtilegar gjafir. MMA áhugamenn eru þar engin undantekning en hér kemur smá listi yfir drauma gjafir MMA áhugmannsins.

Hér höfum við tekið saman nokkra atburði sem við viljum endilega fá að sjá á næsta ári. Gjöfin væri í raun sú að þetta yrði allt tilkynnt og staðfest í dag, aðfangadag.

Conor mætir Tony Ferguson

Conor McGregor verður að fara að verja léttvigtartitil sinn og það verður að vera gegn bráðabirgðarmeistaranum Tony Ferguson. Það væri einfaldlega yndisleg jólagjöf ef þetta yrði staðfest í dag en ólíklegt á þessari stundu. Vonir standa til að bardagi þeirra gæti farið fram í mars eða apríl á næsta ári en Ferguson fór nýlega í smávægilega aðgerð á olnboga. Conor barðist ekkert í MMA á þessu ári og líður vonandi ekki á löngu þar til hann stígur aftur í búrið.

Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Gunnar fær staðfestan bardaga í London

Það væri afar skemmtileg jólagjöf ef UFC myndi tilkynna að Gunnar Nelson væri kominn með sinn næsta bardaga. Líklegast verður Gunnar á næsta bardagakvöldi UFC í Evrópu sem fer fram í London í mars. Flestir eru að tala um Darren Till, Kamaru Usman og Colby Covington sem líklega framtíðar áskorendur um veltivigtartitilinn. Gunnar gæti komið sér í þá umræðu með sigri á einum af fyrrgreindum bardagamanni og það væri ekki leiðinlegt að sjá.

Khabib fullvissar aðdáendur um að hann muni geta barist á UFC 219

Khabib Nurmagomedov mætir Edson Barboza á UFC 219 þann 30. desember. Aðdáendur eiga enn erfitt með að treysta því að Khabib geti barist eftir sex daga enda hefur hann oft þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla og var sendur upp á sjúkrahús síðast þegar hann reyndi að skera niður. Við vitum ekki alveg hvernig þetta myndi fara fram en ef jólasveinninn gæti einhvern veginn sent okkur einhverja 100% vissu um að Khabib muni geta barist á laugardaginn, þá væri það kærkomið.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Sunna fær stóran bardaga í Invicta

Sunna Rannveig Davíðsdóttir er öll að koma til eftir handarmeiðsli sem hafa hrjáð hana að undanförnu. Hún getur vonandi byrjað að æfa á fullu snemma á næsta ári og fær því vonandi sinn næsta bardaga í Invicta fljótt. Sunna er 3-0 í Invicta og gæti næsti bardagi verið gegn þekktari andstæðingi en hún hefur verið að mæta hingað til. Það væri geggjuð jólagjöf að sjá Sunnu Rannveigu fá stóran bardaga í Invicta.

MMA lögleitt á Íslandi

Þetta er auðvitað aðeins stærra mál og nokkuð sem verður ekki afgreitt á nokkrum dögum. Það væri þó mjög gaman og skemmtileg jólagjöf ef Alþingi myndi bara tilkynna allt í einu að MMA væri lögleitt á Íslandi!

Við óskum MMA áhugamönnum nær og fjær gleðilegra jóla!

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular