0

Nate Diaz vill að bardagamenn biðji sig kurteisislega um að berjast við sig

Árið 2017 er senn að ljúka og hefur Nate Diaz ekkert barist á þessu ári. Það er fátt sem bendir til þess að hann sé á leið aftur í búrið en hann vill þó að menn biðji sig kurteisislega um að berjast við sig.

Nate Diaz hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Conor McGreogr í ágúst 2016. Eftir bardagana tvo við Conor er Diaz orðinn ein stærsta stjarnan í MMA. Hann virðist þó ekkert vera spenntur fyrir því að snúa aftur í búrið nema hann fá almennilega borgað. Diaz hefur nefnt upphæðir eins og 20 milljónir dollara í laun fyrir einn bardaga og hefur hann hafnað öllum tilboðum UFC sem hafa borist honum á þessu ári.

„Ég berst þegar ég f**king vill. Ég er bardagamaður og ég geri það sem ég segi. Og ég mun berjast þegar þeir nálgast mig á réttan hátt,“ sagði Diaz við Outside the Box hlaðvarpið.

Bardagamenn á borð við Tony Ferguson og Tyron Woodley hafa sóst eftir því að berjast við Nate Diaz. UFC reyndi meira að segja að setja saman bardaga Diaz og Woodley um veltivigtartitilinn á UFC 219 en Diaz neitaði á endanum.

„Ég þarf ekkert að berjast við neinn. Ég berst við hvern sem er en ég þarf ekki að berjast við hvern sem er. Aðrir bardagamenn segja að ég sé ekki ‘alvöru bardagamaður’ en mér finnst þeir hljóma eins og strengjabrúður sem reyna að fá mig til að berjast. Gettu hvað? Þið vinnið undir einhverjum, ég vinn fyrir sjálfan mig. Hver er bardagamaðurinn núna?“

Diaz vill einnig að bardagamenn kalli eftir bardögum við sig kurteisislega. „Biðjið mig kurteisislega! Ég er að tala um bardagasamtökin og bardagamennina. Gerið mikið mál úr þessu, ég er ekki að fara að skrifa undir samning bara þar sem það er svo gott fyrir ykkur.“

Nate Diaz hefur sjálfur alltaf verið sorakjaftur og ófeiminn við að segja sína skoðun.

Í kjölfarið á þessum ummælum Diaz bað Gökhan Saki, sem berst í léttþungavigt UFC, Diaz um að vinsamlegast snúa aftur í búrið á næsta ári.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply