Í vikunni komu fréttir um að enginn annar en fyrrum millivigtarmeistari UFC, Alex Pereira, myndi vera í horninu hjá Sean Strickland fyrir bardaga hans og núverandi millivigtarmeistara UFC, Dricus Du Plessis. Það er ekki algengt að bardagamenn velji fyrrum mótherja sína til að aðstoða sig í bardaganum en Pereira tók millivigtartitilinn af Strickland árið 2022 með rosalegu rothöggi. Du Plessis hefur nú tjáð sig um þetta fyrirkomulag hjá Strickland og hefur ekki miklar áhyggjur og hefur látið hafa eftir sér að það hafi engin áhrif á bardagann hvort Pereira verði á staðnum eður ei.
Du Plessis hefur þá bent á að Alex Pereira hafi verið í horninu hjá Strickland fyrir fyrri bardaga þeirra þar sem Du Plessis sigraði með klofinni dómaraákvörðun í janúar 2024. Du Plessis sagði þá að Pereira og Strickland tali ekki sama tungumálið, Strickland skilji varla sinn eigin þjálfara sem er Bandaríkjamaður, hvernig ætti hann þá að skilja eða fá hjálp frá Alex Pereira?
Það fer heldur betur að styttast í þá veislu sem UFC 312 verður en millivigtartitilbardagi milli Du Plessis og Strickland er aðalréttur kvöldsins en það er af ýmsu að taka. Einnig má nefna að Zhang Weili er að verja strávigtartitil sinn gegn Tatiana Suarez.