spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDustin Poirier: Conor er með þyngstu hendur sem ég hef fundið fyrir

Dustin Poirier: Conor er með þyngstu hendur sem ég hef fundið fyrir

UFC On Fuel TV: Korean Zombie v Poirier - Weigh InDustin Poirier berst gegn Michael Johnson á laugardaginn. Poirier var í viðtali í UFC Unfiltered hlaðvarpinu á dögunum og kom meðal annars inn á bardaga sinn gegn Conor McGregor.

„Ég er með 33 bardaga að baki, kannski hitti hann svona vel í mig en árangur hans talar sínu máli, hann er meistarinn. En hann er með þyngstu hendur sem ég hef fundið fyrir,“ sagði Dustin Poirier um bardagann gegn Conor McGregor á sínum tíma.

Poirier og McGregor mættust á UFC 178 í september 2014. McGregor kláraði Poirier með tæknilegu rothöggi eftir 1:46 í 1. lotu.

Það reyndist vera síðasti bardaginn hans í bili í fjaðurvigtinni en síðan þá hefur Poirier barist í léttvigt. Þar hefur honum vegnað afar vel og unnið alla fjóra bardaga sína og þar af þrjá með rothöggi.

Bardagi Dustin Poirier og Michael Johnson er aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Hidalgo, Texas, á laugardaginn. Hægt er að hlusta á bút úr viðtalinu hér að neðan en þar kemur hann einnig inn á sinn síðasta bardaga gegn Bobby Green, komandi bardaga gegn Johnson og nýja föðurhlutverkið.

https://www.youtube.com/watch?v=JMku9EXGZKo&feature=youtu.be

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular