0

Cain Velasquez vill ekki bíða eftir Miocic – Werdum í desember?

screen-shot-2016-09-15-at-17-59-44Cain Velasquez ætlar ekki að bíða eftir þungavigtarmeistaranum Stipe Miocic. Cain væri tilbúinn að mæta Fabricio Werdum í desember ef Miocic vill fá lengri pásu.

Stipe Miocic hefur barist þrisvar á þessu ári og sagði eftir bardaga sinn um síðustu helgi að hann hefði ekkert á móti því að fá smá frí. Hann mun þó bara gera það sem UFC biður hann um en hugsanlega mun hann ekki berjast aftur fyrr en á næsta ári.

Cain Velasquez er líklegast næsti áskorandi í þungavigtinni. Hann ætlar þó ekki að bíða eftir Miocic og vill berjast aftur á þessu ári. Cain hefur verið þjakaður af meiðslum undanfarin ár og aðeins barist þrisvar sinnum á síðustu þremur árum. Síðast sigraði hann Travis Browne á UFC 200 í júlí.

Cain gæti mætt Fabricio Werdum í endurati í desember. Í samtali við Combate í Brasilíu segist Werdum vera til í að mæta Cain í desember. Kapparnir mættust á UFC 188 í fyrra þar sem Werdum tók titilinn af Cain. Cain er staðráðinn í að ná fram hefndum í stað þess að bíða eftir Miocic.

Cain var gestur í UFC Tonight í gær þar sem hann talaði um Stipe Miocic, Werdum og þungavigtina í dag. Þá kom hann einnig inn á hvernig hann hefur breytt æfingunum sínum í von um að haldast heill. Helsta gagnrýnin á Cain er sú að hann er stöðugt meiddur sem setur þungavigtina oft í kyrrstöðu. Viðtalið má sjá hér.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.