Friday, April 19, 2024
HomeErlentChael Sonnen semur við Bellator

Chael Sonnen semur við Bellator

Chael SonnenChael Sonnen hefur fengið samningi sínum við UFC rift og mun nú berjast í Bellator. Hinn 39 ára Sonnen hefur ekki barist í tæp þrjú ár og er með augun á nokkrum andstæðingum.

Chael Sonnen hlaut tveggja ára keppnisbann sumarið 2014 eftir að hafa fallið á tveimur lyfjaprófum. Í maí 2014 féll hann á lyfjaprófi þar sem efnin anastrozole og clomiphene fundust í lyfjaprófi hans. Nokkum vikum seinna féll hann á öðru lyfjaprófi þar sem HGH (Human Growth Hormone), EPO og anastrozole aftur fundust.

Til þess að Sonnen gæti keppt aftur í UFC hefði hann þurft að standast lyfjapróf USADA sem sér um öll lyfjamál UFC. Sonnen var tekin í lyfjapróf í sumar og sagðist nokkurn veginn hafa staðist prófið.

Hugsanlega hefur Sonnen talið að hann myndi aldrei geta staðist lyfjapróf USADA í UFC en þetta sagði Sonnen í The MMA Hour í sumar: „Mig langar að snúa aftur. En ég þarf fyrst að standast lyfjapróf. Ef ég stenst það stenst ég öll lyfjapróf.“

Í Bellator eru engin lyfjapróf fyrir utan þau sem íþróttasambandið í hverju fylki eða landi stendur fyrir. Þau lyfjapróf fara aðeins fram á keppnisdegi og þurfa Bellator keppendur ekki að fara í lyfjapróf utan keppni. Bellator hefur sem sagt ekki miklar áhyggjur af lyfjaprófum bardagamanna.

Samkvæmt Scott Coker, forseta Bellator, hefur Sonnen áhuga á að berjast við nokkra andstæðinga. Þar má helst nefna Wanderlei Silva, Tito Ortiz, Fedor Emelianenko og jafnvel Rory MacDonald. Sonnen hefur aðallega barist í millivigt og léttþungavigt og segist ætla að berjast í „gangsterweight“ í Bellator. Ekki er vitað hvenær hans fyrsti bardagi verður en síðast mætti hann Rashad Evans í nóvember 2013 þar sem hann tapaði.

Það er ljóst að áhorfendur eiga eftir að stilla inn þegar Chael Sonnen berst enda er hann gríðarlega vinsæll þrátt fyrir að vera ekki sigursælasti bardagamaðurinn. Vinsældirnar má rekja til hæfileika hans á blaðamannafundum en af því tilefni rifjum við upp þennan skemmtilega blaðamannafund frá árinu 2012.

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular