spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDustin Poirier gegn Joseph Duffy verður aðalbardaginn í Dublin

Dustin Poirier gegn Joseph Duffy verður aðalbardaginn í Dublin

duffy poirierÍrinn Joseph Duffy tilkynnti nú fyrir skömmu að bardagi hans og Dustin Poirier verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Dublin í október. Búist var við að Gunnar Nelson yrði jafnvel í aðalbardaganum en nú er það af borðinu.

Þetta tilkynnti Duffy í morgunþættinum Ireland AM rétt í þessu. Bardagakvöldið fer fram þann 24. október en viðureign Poirier og Duffy verður í léttvigt.

Joseph Duffy hefur verið á hraðri uppleið í UFC. Hann tók sinn fyrsta UFC bardaga í mars á þessu ári og mun nú vera í aðalbardaganum í Dublin aðeins sjö mánuðum eftir frumraun sína. Duffy, 14-1, hefur sigrað fjóra bardaga í röð og er þekktur fyrir að vera síðasti maðurinn til að sigra landa sinn Conor McGregor.

Dustin Poirier er Írum góðkunnugur enda barðist hann við Conor McGregor á UFC 178 í fyrra. Þar fór McGregor með sigur af hólmi og mun Poirier væntanlega fá óblíðar móttökur í Dublin. Eftir bardagann gegn McGregor færði hann sig upp í léttvigt þar sem hann hefur litið frábærlega út.

Þetta vekur upp spurningar um hvort Gunnar verði á bardagakvöldinu í Dublin. Hann gæti þó verið í næstsíðasta bardaga kvöldsins (e. co-main event) en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular