Monday, September 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEddie Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178!

Eddie Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178!

Eddie_AlvarezLoksins loksins, Eddie Alvarez hefur samið við UFC! Þessi bráðskemmtilegi bardagamaður fær sinn fyrsta UFC-bardaga gegn Donald Cerrone á UFC 178.

Dana White, forseti UFC, tilkynnti rétt í þessu að samtökin hafi undirritað samning við Bellator léttvigtarmeistarann, Eddie Alvarez. Fyrsti UFC bardaginn hans verður gegn Donald Cerrone á UFC 178, sem fer fram í Las Vegas þann 27. september. Alvarez hefur lengi verið talinn einn allra besti bardagakappi utan UFC og hafa MMA aðdáendur beðið lengi eftir að sjá hann keppa gegn þeim allra bestu. Alvarez stóð lengi vel í deilu við Bellator vegna samningsmála en hefur nú verið leystur undan samningi við samtökin. Bobby Green átti að mæta Cerrone á UFC 178 en kemur nú til með að fá nýjan andstæðing.

spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular