spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEddie Alvarez meiddur - Donald Cerrone stígur inn

Eddie Alvarez meiddur – Donald Cerrone stígur inn

UFC On Fuel TV: Korean Zombie v Poirier - Weigh InDonald Cerrone sigraði Myles Jury á UFC 182 um nýliðna helgi. Cerrone vildi fá að keppa eins fljótt og mögulegt er og hann hefur nú fengið ósk sína uppfylllta því hann mun stíga inn fyrir Eddie Alvarez og mæta Benson Henderson þann 18. janúar.

Eddie Alvarez þurfti að draga sig úr bardaga sínum gegn Benson Henderson á UFC Fight Night 59 vegna meiðsla. Cerrone mun því berjast með aðeins tveggja vikna millibili en þetta verður 6. bardagi Cerrone á innan við 365 dögum.

Cerrone var mjög vonsvikinn með frammistöðu mótherja síns, Myles Jury, á laugardaginn en Cerrone hafði mikla yfirburði í bardaganum. Hann talaði um að hafa ekki fengið að gefa áhorfendum þann bardaga sem þau áttu skilið að sjá og var alveg brjálaður yfir að hafa heyrt fólk baula á þá. Hér sést hann taka út pirring sinn á Jury í lok bardaga þeirra.

donald cerrone juryCerrone og Henderson hafi barist í tvígang áður og í bæði skiptin voru það titilbardagar fyrir WEC beltið. Ef marka má þá sigurgöngu sem Cerrone hefur verið á ætlar hann ekki að láta það hindra sig og ná loksins sigrinum gegn fyrrum léttvigtarmeistara UFC. Henderson hefur átt erfitt uppdráttar eftir að hafa tapað titlinum til Anthony Pettis á UFC 164 og er með tvö töp og tvo sigra í síðustu fjórum viðureignum. Fyrir það hafði hann verið ósigraður eftir komu sína í UFC.

Ef Cerrone tekst að sigra Henderson myndi hann vera á sjö bardaga sigurgöngu og væri því erfitt að neita honum um titilbardaga gegn þeim sem fer með sigur af hólmi í viðureign Anthony Pettis og Rafael Dos Anjos.

Bardagakvöldið fer fram í Boston og er bardagi Conor McGregor og Dennis Siver aðalbardagi kvöldsins. Bardagakvöldið fer fram sunnudaginn 18. janúar og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular