Svartbeltingurinn Eddie Bravo ætlar að setja 1000 dollara á Conor McGregor í einkaveðmáli hans og UFC bardagakappans Brendan Schaub. Þetta sagði Bravo í Fight Companion hlaðvarpinu fyrir skömmu en Schaub veðjar á Aldo.
Á þessum tíma sem veðmálið átti sér stað var Conor McGregor sigurstranglegri hjá veðbönkunum. Schaub er McGregor aðdáandi en fannst stuðullinn á Aldo of góður. Bravo var tilbúinn að leggja 1000 dollara undir í einkaveðmáli hans og Brendan Schaub.
Eddie Bravo er þekktur jiu-jitsu þjálfari og góður vinur UFC-lýsandans Joe Rogan. Í myndbandinu hér að neðan má sjá þá Rogan, Bravo og Schaub ræða bardaga Aldo og McGreogr.
Stuðullinn á Aldo-McGregor hefur breyst frá því bardaginn var fyrst tilkynntur. Í upphafi var Aldo sigurstranglegri en um tíma var McGregor sigurstranglegri. Stuðlarnir breytast eftir því sem fleiri veðja á þá og má ætla að margir hafi veðjað á McGregor í upphafi. Í dag er Aldo sigurstranglegri en stuðlarnir eru mjög jafnir.
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023