Egill Øydvin Hjördísarson er kominn áfram á Evrópumótinu í MMA eftir sigur í dag.
Egill mætti Bretanum Navid Rostaie og sigraði eftir dómaraákvörðun. Egill hafði mikla yfirburði í bardaganum og er kominn áfram í næstu umferð. Að margra mati hefði dómarinn átt að stoppa bardagann þar sem yfirburðir Egils voru það miklir.
#Cage2 Result: Bout 20 – LHW Egil Hjordisarson (Iceland) def. Navid Roastie (UK) via Decision (Unanimous) #2016IMMAFEuros
— MyNextMatch (@mynextmatch) November 23, 2016
Nú er komin upp snúin staða þar sem Egill á að mæta lisfélaga og vini, Bjarna Kristjánssyni, í næstu umferð. Eins og kom fram í viðtali okkar við Jón Viðar Arnþórsson, forseta Mjölnis, í gær verður nú tekin ákvörðun um hvað verði gert með þá Bjarna og Egil.
Egill var síðastur af íslensku keppendunum í dag og er óhætt að segja að dagurinn hafi verið frábær – fjórir sigrar og eitt tap. Á morgun munu þau Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir og Bjarni keppa sína fyrstu bardaga sem og allir þeir sem voru komnir áfram.