spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEgill vann eftir dómaraákvörðun

Egill vann eftir dómaraákvörðun

egill-immaf-2Egill Øydvin Hjördísarson er kominn áfram á Evrópumótinu í MMA eftir sigur í dag.

Egill mætti Bretanum Navid Rostaie og sigraði eftir dómaraákvörðun. Egill hafði mikla yfirburði í bardaganum og er kominn áfram í næstu umferð. Að margra mati hefði dómarinn átt að stoppa bardagann þar sem yfirburðir Egils voru það miklir.

Nú er komin upp snúin staða þar sem Egill á að mæta lisfélaga og vini, Bjarna Kristjánssyni, í næstu umferð. Eins og kom fram í viðtali okkar við Jón Viðar Arnþórsson, forseta Mjölnis, í gær verður nú tekin ákvörðun um hvað verði gert með þá Bjarna og Egil.

Egill var síðastur af íslensku keppendunum í dag og er óhætt að segja að dagurinn hafi verið frábær – fjórir sigrar og eitt tap. Á morgun munu þau Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir og Bjarni keppa sína fyrstu bardaga sem og allir þeir sem voru komnir áfram.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular