0

Fjórir sigrar og eitt tap á öðrum degi Evrópumótsins

maggi-tkoAnnar dagur Evrópumótsins í MMA fór fram í dag í Prag. Uppskeran var ansi góð, fjórir sigrar og eitt tap í dag.

„Ég er gríðarlega sáttur enda var þetta súper flott hjá liðinu. Það stóðu sig allir drullu vel og gerðu sína hluti,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis og einn af þjálfurum Keppnisliðsins.

„Menn eru bara frekar góðir á því eftir daginn, fyrir utan Hrólf sem er slæmur í pungnum eftir þungt högg í klofið.“

Fimm Íslendingar kepptu í dag á öðrum degi Evrópumótsins. Bjartur Guðlaugsson byrjaði en mátti sætta sig við tap gegn Svíanum Daniel Schalander eftir dómaraákvörðun.

Næstur var Magnús Ingi Ingvarsson sem var að berjast sinn annan bardaga á tveimur dögum. Magnús mætti Tomas Fiala frá Tékklandi og sigraði eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu. „Maggi var mjög flottur. Hann slammaði andstæðingnum á bakið og lenti með öxlinni sinni á rifbeininu á honum og gæjinn tappaði út strax. Hann gaf strax til kynna að hann vildi hætta en þetta var svona verbal tap.“

Magnús mætir Ziiad Sadaily frá Rússlandi á morgun. „Magnús er annars óvenju góður eftir bardagana tvo. Pínu marinn en annars búinn að sleppa ansi vel.“

Sá þriðji til að berjast í dag var Björn Þorleifur Þorleifsson en þetta var hans fyrsti MMA bardagi. Björn sigraði með tæknilegu rothöggi eftir aðeins 50 sekúndur í 1. lotu og nýtti spörkin sín gríðarlega vel.

„Hann út úr sparkaði gæjann og rotaði hann. Hann byrjaði á spinning back kick og sparkaði gaurnum þvert yfir búrið. Svo tók hann spark í innanvert lærið sem felldi hann og kláraði þetta með hásparki og þá var gæjinn búinn að fá alveg nóg.“

Björn kemur því mjög ferskur til leiks á morgun eftir stuttan fyrsta bardaga. Hann mætir Rostem Akman frá Svíþjóð sem sigraði sinn bardaga eftir dómaraákvörðun fyrr í dag.

Hrólfur Ólafsson sigraði Finnann Tommi Leinonen eftir klofna dómaraákvörðun. Bardaginn var jafn og harður en Finninn reyndist vera ansi sterkur andstæðingur. Hrólfur er kominn í 8-manna úrslit í millivigtinni rétt eins og Björn en Hrólfur mætir Florian Aberger frá Austurríki á morgun.

Egill Øydvin Hjördísarson vann gríðarlegan öruggan sigur á Navid Rostaie. Bardaginn fór allar þrjár loturnar þó sjónarvottar segja að stöðva hefði mátt bardagann miklu fyrr. Dómararnir dæmdu Agli sigur og kemur hann vel út úr bardaganum. „Það sést varla á Agli á meðan andstæðingurinn hans var sendur upp á spítala.“

Nú er sú staða komin upp að Egill og Bjarni eiga að mætast í næstu umferð á morgun. Þeir eiga að mætast í 8-manna úrslitum í léttþungavigtinni en þeir Egill og Bjarni eru herbergisfélagar. „Það kemur í ljós á eftir hvað við ætlum að gera en munum funda um það. Þeir munu þó ekki berjast en við ætlum að sjá til hvernig við gerum þetta,“ segir Jón Viðar að lokum.

Myndbönd af helstu tilþrifum dagsins mun birtast í kvöld á Facebook-síðu Mjölnis.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply