spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEiður og Sigurvin með brons á Finnish Open um helgina

Eiður og Sigurvin með brons á Finnish Open um helgina

eiður og sigurvin
Eiður (t.v.) og Sigurvin (t.h)

Íslendingarnir Eiður Sigurðsson og Sigurvin Eðvarðsson kepptu á Finnish Open á laugardaginn. Báðir tóku þeir brons í sínum flokki.

Mótið var nokkuð stórt en um 289 keppendur frá 13 löndum voru skráðir til leiks. Keppt var í nogi (án galla) í belta- og þyngdarskiptum flokkum.

Sigurvin Eðvarðsson er búsettur í Finnlandi þar sem hann æfir hjá BJJ Center í Helsinki. Sigurvin keppti í -85,5 kg flokki fjólublábeltinga og fékk bronsið.

Eiður Sigurðsson keppti fyrir hönd Mjölnis og nældi sér einnig í brons. Hann keppti í -91,5 kg flokki fjólublábeltinga en þetta var sjöunda mótið sem Eiður keppti á í ár. Eftir að hafa sigrað fyrstu tvær glímurnar sínar (eina með „guillotine“ hengingu og aðra á stigum) tapaði hann á stigum í undanúrslitum.

finnish open

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular