Monday, April 22, 2024
HomeErlentSvona lítur UFC 194 út

Svona lítur UFC 194 út

aldo mcgregorEins og kom fram á föstudaginn mætir Gunnar Nelson Brasilíumanninum Demian Maia á UFC 194 í desember. Bardagakvöldið er orðið ansi veglegt en hér má sjá þá bardaga sem hafa verið staðfestir.

Bardagakvöldið fer fram þann 12. desember í Las Vegas og hafa 12 bardagar verið staðfestir á bardagakvöldinu. Bardagakvöldið er því að öllum líkindum fullskipað nema meiðsli komi upp.

Í aðalbardaganum mætast þeir Jose Aldo og Conor McGregor um fjaðurvigtartitilinn í afar spennandi viðureign. Þá munu þeir Chris Weidman og Luke Rockhold berjast um millivigtartitilinn en gríðarleg eftirvænting ríkir einnig fyrir þeim bardaga.

Það má reikna með að bardagi Maia og Gunnars verði á aðalhluta bardagakvöldsins. Titilbardagarnir verða auðvitað síðastir og má einnig reikna með að bardagi Yoel Romero og ‘Jacare’ Souza verði á aðalhluta bardagakvöldsins.

Urijah Faber mætir Frankie Saenz á UFC 194 en Faber er stórt nafn í MMA heiminum. Tveir af síðustu þremur bardögum hans hafa verið „aðalbardaginn“ af upphitunarbardögunum á stórum UFC kvöldum. Þ.e.a.s. síðasti bardaginn áður en aðalhluti bardagakvöldsins hefst. UFC setur oft þekkt nöfn eða spennandi viðureign í það pláss til að fá fólk til að kaupa aðalhluta bardagakvöldsins.

Að okkar mati mun uppröðun bardagakvöldsins líta svona út. Þetta eru allt staðfestir bardagar en óvíst er í hvaða röð þeir verða. Lokauppröðunin kemur sennilega ekki fyrr en 3-4 vikum fyrir viðburðinn.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Titilbardagi í fjaðurvigt: Jose Aldo gegn Conor McGregor
Titilbardagi í millivigt: Chris Weidman gegn Luke Rockhold
Millivigt: Yoel Romero gegn Ronaldo ‘Jacare’ Souza
Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Demian Maia
Fjaðurvigt: Max Holloway gegn Jeremy Stephens

Fox Sports 1 Prelims

Bantamvigt: Urijah Faber gegn Frankie Saenz
Strávigt kvenna: Michelle Waterson gegn Tecia Torres
Léttvigt: John Madkessi gegn Yancy Medeiros
Veltivigt: Warlley Alves gegn Colby Covington

Fight Pass Prelims

Veltivigt: Court McGee gegn Márcio Alexandre Jr.
Léttvigt: Leonardo Santos gegn Kevin Lee
Léttvigt: Joe Proctor gegn Magomed Mustafaev

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular