Daniel Cormier og Jon Jones voru báðir á vigt í formlegu vigtuninni sem fer fram um þessar mundir. Það sama gerðu hinir bardagamennirnir í titilbardögunum og fara allir þrír titilbardagarnir fram.
Það var nokkur ótti meðal bardagaaðdáenda fyrir vigtunina í dag. Síðast þegar Daniel Cormier barðist var hann 1,2 pundi of þungur en eftir smá handklæðabragð náði hann vigt. Síðan þá hefur verið komið í veg fyrir öll slík brögð og voru bardagaaðdáendur stressaðir fyrir vigtuninni ef ske kynni að Cormier myndi klikka núna.
Það var hins vegar ekkert vesen á Cormier en hann mætti fyrstur á vigtina í formlegu vigtuninni sem fram fór á hóteli bardagamannanna. Hann vigtaði sig inn berrassaður og þurfti handklæðið til að hylja sig en snerti það ekki í þetta sinn. Cormier var akkúrat 205 pund fyrir titilbardagann í 205 punda léttþungavigt.
Næringarfræðingurinn Tyler Melee Minton bjó hjá Cormier í æfingabúðunum fyrir bardagann og sá til þess að ekkert vesen yrði á niðurskurðinum hjá Cormier.
Jon Jones vigtaði sig inn sömuleiðis án vandræða en hann var 204,5 pund og var hress og kátur. Hann tók sjálfu á sviðinu og tók einnig nokkrar pósur.
Þetta er aðeins einn af þremur titilbardögum kvöldsins og var ekki heldur neitt vesen í hinum titilbardögunum. Demian Maia og Tyron Woodley voru báðir í 170 punda veltivigtartakmarkinu og Cris ‘Cyborg’ Justino var 145 pund rétt eins og andstæðingur hennar, Tonya Evinger.
The #UFC214 co-main event is set: @TWooodley (170) and @DemianMaia (170) both made weight https://t.co/novW7U9q6p pic.twitter.com/dPE2EZdQaZ
— Mike Bohn (@MikeBohnMMA) July 28, 2017
3/3 title fights now official for #UFC214: @CrisCyborg (145) and @tonyaevinger (145) both on point https://t.co/novW7U9q6p pic.twitter.com/Os2KdpqSfd
— Mike Bohn (@MikeBohnMMA) July 28, 2017
Enginn hefur ennþá mistekist að ná tilsettri þyngd fyrir UFC 214 og hafa engin brottföll átt sér stað í vikunni enn sem komið er.