0

Ekkert vesen á vigtinni hjá Jon Jones og Daniel Cormier

Daniel Cormier og Jon Jones voru báðir á vigt í formlegu vigtuninni sem fer fram um þessar mundir. Það sama gerðu hinir bardagamennirnir í titilbardögunum og fara allir þrír titilbardagarnir fram.

Það var nokkur ótti meðal bardagaaðdáenda fyrir vigtunina í dag. Síðast þegar Daniel Cormier barðist var hann 1,2 pundi of þungur en eftir smá handklæðabragð náði hann vigt. Síðan þá hefur verið komið í veg fyrir öll slík brögð og voru bardagaaðdáendur stressaðir fyrir vigtuninni ef ske kynni að Cormier myndi klikka núna.

Það var hins vegar ekkert vesen á Cormier en hann mætti fyrstur á vigtina í formlegu vigtuninni sem fram fór á hóteli bardagamannanna. Hann vigtaði sig inn berrassaður og þurfti handklæðið til að hylja sig en snerti það ekki í þetta sinn. Cormier var akkúrat 205 pund fyrir titilbardagann í 205 punda léttþungavigt.

Næringarfræðingurinn Tyler Melee Minton bjó hjá Cormier í æfingabúðunum fyrir bardagann og sá til þess að ekkert vesen yrði á niðurskurðinum hjá Cormier.

Jon Jones vigtaði sig inn sömuleiðis án vandræða en hann var 204,5 pund og var hress og kátur. Hann tók sjálfu á sviðinu og tók einnig nokkrar pósur.

Þetta er aðeins einn af þremur titilbardögum kvöldsins og var ekki heldur neitt vesen í hinum titilbardögunum. Demian Maia og Tyron Woodley voru báðir í 170 punda veltivigtartakmarkinu og Cris ‘Cyborg’ Justino var 145 pund rétt eins og andstæðingur hennar, Tonya Evinger.

Enginn hefur ennþá mistekist að ná tilsettri þyngd fyrir UFC 214 og hafa engin brottföll átt sér stað í vikunni enn sem komið er.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.