spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEndurkoma „Ruthless“ Robbie Lawler

Endurkoma „Ruthless“ Robbie Lawler

Í kvöld berst Robbie Lawler við Johny Hendricks um beltið sem George St. Pierre gaf frá sér í veltivigt. Fyrir um ári síðan hefði engan órað fyrir því að Lawler yrði kominn í þessa stöðu. Þeir sem hafa ekki fylgst lengi með MMA þekkja kannski ekki Lawler og hans forsögu en hún teygir sig langt aftur til árdaga UFC.

Lawler æfði ungur karate og hnefaleika. Þegar hann var sextán ára fór hann að æfa MMA undir handleiðslu goðsagnarinnar Pat Miletich. Undir Miletich komst Lawler í eitt besta æfingalið landsins þar sem menn eins og Matt Hughes, Jens Pulver og Jeremy Horn æfðu.

matt-hughes-robbie-lawler

Robbie barðist árið 2002 í UFC 37 á móti Aaron Riley sem var engin aukvisi. Riley var með sautján sigra og fimm töp á ferilskránni en Lawler var aðeins tvítugur og aðeins með fjóra bardaga á bakinu. Lawler sigraði Riley á stigum, barðist svo aftur aðeins mánuði síðar í UFC 37,5 (það var búið að auglýsa UFC 38 þegar kvöldið var ákveðið) og aftur í UFC 40 og sigraði báða andstæðinga sína með rothöggi. Fyrsta tapið á ferilskránni kom á móti Pete Spratt í UFC 42 vegna meiðsla en sagt var að Lawler hefði farið úr mjaðmalið í annarri lotu sem er með furðulegri meiðslum í sögu íþróttarinnar.

Robbie-Lawler

Lawler var mikið efni en varð frægur fyrir að berjast með mikilli ákefð og láta höggin vaða án þess að hugsa mikið um vörn. Á UFC 45 barðist hann við Chris Lytle og sigraði á stigum. Næsti bardagi Lawler var gegn öðrum ungum bardagakappa á uppleið, Nick Diaz, og reyndist sá bardagi einn hans eftirminnilegasti á ferlinum. Diaz æsti Lawler upp með skítkasti sem gerði það að verkum að Lawler missti gjörsamlega stjórn á sér og gekk beint í gildru Diaz eins og sjá má að neðan.

diazlawler

Lawler barðist aftur í UFC 50 en tapaði þá fyrir Evan Tanner eftir uppgjafartak (triangle). Hann hætti í kjölfarið í UFC og barðist í hinum ýmsu samböndum í fjögur ár þar til hann fór í Strikeforce. Ferill Lawler þar var þó alls ekki glæsilegur. Hann tapaði fimm sinnum á móti aðeins þremur sigrum. Þess má þó geta að bardagarnir voru allir á móti mjög góðum andstæðingum og allir fóru fram í millivigt. Lawler barðist ekki aftur í veltivigt fyrr en hann snéri aftur í UFC í febrúar á síðasta ári sem hlýtur að hafa haft áhrif á velgengni hans.

knockouts_Robbie_Lawler_Stops_Josh_Koscheck_UFC_157

Rothögg á móti bæði Josh Koscheck og Bobby Voelker í UFC komu Lawler í stóran bardaga á móti ungstirninu Rory MacDonald en fáir áttu von á sigri Lawler. Bardaginn var harður en Lawler notaði mikla pressu og kom MacDonald úr jafnvægi. Robbie sigraði eftir klofinn dómaraúrskurð en dómurinn hefði átt að vera einróma þar sem niðurstaðan fór ekki á milli mála. Nú er Lawler 31 árs gamall og eftir rúman áratug í íþróttinni fær hann loksins berjast um UFC titil. Hvað sem gerist næsta laugardag á hann mikið hrós skilið fyrir dugnað og seiglu í einni erfiðustu íþrótt heims. Hann er ennþá ungur og gæti enn komið á óvart.

Robbie-Lawler1

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular