1

Er Ben Askren að fara að semja við ONE FC?

askrenFyrrum Bellator meistarinn Ben Askren er talinn hafa samið við asísku bardagasamtökin ONE FC. Fastlega var búist við að Askren myndi semja við UFC eftir að Bellator leyfði honum að fara og koma þessar fréttir því talsvert á óvart.

Ben Askren vildi ólmur semja við UFC og fá bardaga við George St. Pierre en samningaviðræður stóðu yfir í síðustu viku. Greinilega hefur Askren ekki náð samkomulagi við UFC ef hann semur við ONE FC. Ben Askren (12-0) er án nokkurs vafa nægilega góður til að berjast í UFC en hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir tilþrifalitla bardaga. Hann yfirbugar andstæðinga sína með frábæru glímuhæfileikum sínum en hefur þrátt fyrir það átt í erfiðleikum með að valda mikinn skaða í toppstöðu og klára andstæðinga sína. Hann kláraði reyndar síðustu tvo andstæðinga sína í Bellator en það var ekki nóg til að heilla marga bardagaáhugamenn sem eru enn á því að hann sé leiðinlegur bardagamaður.

Með því að semja ekki við Askren er UFC að senda ákveðin skilaboð. Það er ekki nóg að vera ósigraður og góður bardagamaður, þú þarft að vera spennandi líka. Ben Askren hefur klárlega getuna til að keppa við þá allra bestu en það er erfitt að láta reyna á það þegar þeir allra bestu eru allir í UFC. Einnig er UFC í rauninni að segja að ósigraði Bellator veltivigtarmeistarinn sé ekki nægilega góður fyrir þá.

ONE FC leyfa spörk og hnéspörk í höfuð á gólfinu, ólíkt Bellator og UFC, en það verður áhugavert að sjá hvernig Askren tekst á við þá breytingu. Þó Askren sé ekki mest spennandi bardagamaðurinn þá er þetta leiðinlegt fyrir íþróttina að UFC vilji ekki semja við topp bardagamann sem á klárlega að fá tækifæri á að berjast við þá bestu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

One Comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.