Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEr Jon Jones að fara að sleppa með skrekkinn?

Er Jon Jones að fara að sleppa með skrekkinn?

jon jones glassesÓlöglegu efnin sem urðu til þess að Jon Jones féll á lyfjaprófi komu úr fæðubótarefnum. Þetta segir lögfræðingur Jon Jones og segir hann að USADA hafi komist að sömu niðurstöðu.

Jon Jones féll á lyfjaprófi aðeins nokkrum dögum fyrir UFC 200 í sumar. Jones átti að mæta Daniel Cormier í aðalbardaga kvöldsins en var þess í stað settur í tímabundið bann. Jones hefur allan tímann haldið fram sakleysi sínu og áður sagt að efnin hafi komið úr fæðubótarefnum.

Lögfræðingur Jon Jones, Howard Jacobs, var í áhugaverðu viðtali við Luke Thomas á dögunum. Jacobs segir að Jones og hans lið hafi fundið vöruna sem Jones tók sem innihélt ólöglegu efnin. Þá segir hann einnig að USADA hafi gert prófanir á vörunni og komist að sömu niðurstöðu.

Jacobs segir að efnin clomiphene and Letrozole hafi fundist í öllum prófunum á ákveðnu efni sem Jones var að taka. Jones er með samning við fæðubótarframleiðandann GAT en þeir hafa áður neitað því að efnin gætu mögulega hafa komið frá þeirra vörum.

Efnin sem fundust eru svo kallaðir estrógen hindrar en estrógen hindrandi lyf eru í sjálfu sér ekki árangursbætandi ein og sér. Efnin eru bönnuð af USADA þar sem þau eru notuð eftir steranotkun á meðan hormónakerfið er að ná jafnvægi. Estrógen hindrar er samheiti yfir lyf sem hindra virkni eða minnka magn estrógena.

Jones mætir fyrir gerðardóm USADA þann 31. október þar sem hann gæti að hámarki fengið eins árs bann. Hann gæti líka sloppið með einungis viðvörun. Fyrr á þessu ári kvaðst Jones vera bjartsýnn á framhaldið og bjóst þá við að berjast fljótlega. Jacobs er á sama máli eftir prófanir á þessu tiltekna fæðubótarefni.

Það gæti því farið svo að Jon Jones sleppi með skrekkinn og fái væga refsingu. Hann á þó eftir að fara fyrir íþróttasamband Nevada fylkis (NAC) þann 10. nóvember.

Málið er eitt það athyglisverðasta sem komið hefur upp hjá USADA og verður ansi forvitnilegt að fylgjast með framvindu þess þann 31. október og 10. nóvember.

 

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular