Fataframleiðandinn Reebok hefur gert mörg vandræðaleg mistök en nú hafa þau toppað sig. Það er óhætt að segja að nýjasti Anderson Silva bolurinn sé enn eitt klúðrið.
Samningur Reebok fataframleiðandans er sjö ára samningur sem hófst í ár. Fyrsta árið hefur verið einkennt af óteljandi mistökum fataframleiðandans fyrir utan óánægju bardagamanna með laun þeirra fyrir að klæðast fatnaðinum.
Hér að ofan má sjá nýjasta Anderson Silva bolinn nema hvað á bolnum stendur Anderson Aldo! Anderson Silva og Jose Aldo eru báðir frábærir brasilískir bardagamenn en eiga fátt annað sameiginlegt.
Miðað við mistökin sem Reebok hafa gert síðan samningurinn tók gildi mætti halda að það væri enginn sem færi yfir fatnaðinn sem fer í sölu. Hvernig er hægt að klúðra svona einföldum hlut eins og að skrifa Anderson Silva?
Nú þegar er búið að taka bolinn úr sölu en enn einu sinni sjáum við bol frá Reebok með röngum merkingum.
Sjá einnig: Hlægileg mistök á Reebok fatnaði UFC