spot_img
Tuesday, December 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMichael Bisping og Gegard Mousasi mætast í London

Michael Bisping og Gegard Mousasi mætast í London

ufc london 2015UFC mun snúa aftur til London þann 27. febrúar á næsta ári. Í aðalbardaganum mætast þeir Michael Bisping og Gegard Mousasi.

UFC hefur ekki haldið viðburð í London síðan 8. mars 2014. Það kvöld vann Gunnar Nelson Rússann Omari Akhmedov með „guillotine“ hengingu í fyrstu lotu.

Aðalbardaginn ætti að vera spennandi viðureign í millivigt þar sem Michael Bisping mætir Gegard Mousasi. Bisping hefur ekki barist í Englandi síðan hann vann Yoshihiro Akiyama árið 2010. Þá mun Finninn skemmtilegi Makwan Amirkhani mæta Bretanum Mike Wilkinson. Amirkhani hefur harma að hefna þar sem Wilkinson steinrotaði æfingafélaga hans, Niklas Backström, í október 2014.

Þriðji bardaginn sem var tilkynntur er viðureign Norður-Írans Norman Parke en hann mætir Rustam Khabilov.

Miðasala hefst föstudaginn 4. desember hér en bardagarnir fara fram á O2 Arena.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular