Tuesday, March 19, 2024
HomeErlentErfið fortíð Jose Aldo

Erfið fortíð Jose Aldo

jose aldo 111Jose Aldo mætir Conor McGregor á laugardaginn í aðalbardaga UFC 194. Bardaginn er sagður sá erfiðasti sem Aldo hefur átt fyrir höndum en skoðum aðeins fortíð fjaðurvigtarmeistarans magnaða.

Conor McGregor hefur svo sannarlega rifið kjaft í aðdraganda bardagans og kallað Jose Aldo ýmsum nöfnum. Bardaginn er stærsti bardagi ferilsins hjá báðum enda gæti áhorfsmet fallið á UFC 194.

Aldo hefur ekki tapað í tíu ár og er sá fyrsti og eini sem haldið hefur fjaðurvigtarbelti UFC. Þrátt fyrir fyrri afrek hans er Aldo lítilmagni hjá veðbönkum þó stuðlarnir séu afar jafnir.

Til að átta sig betur á manninum Jose Aldo þurftum við að skoða aðeins fortíð hans.

Jose Aldo er fæddur í Manaus sem er í miðjum Amasón-frumskógi Brasilíu. Aldo er með stórt ör á vinstri kinn sem hann fékk sem ungabarn eftir að systir hans missti hann á grill. Í dag ber hann viðurnefnið ‘Scarface’ vegna örsins.

Sex ára byrjaði hann að aðstoða pabba sinn í byggingarvinnu en á unglingsaldri var draumurinn hans að fara til Ríó til að æfa MMA. Aldo tókst að safna sér fyrir flugmiða til Ríó með því að taka tvær vaktir á dag í byggingarvinnunni.

16 ára komst hann loksins til Ríó en allur peningurinn hans fór í flugmiðann. Hann kom því til Ríó með tóma vasa og bakpoka með fötum til skiptana. Aldo var kominn til Ríó til að æfa hjá ‘Dede’ Pederneiras hjá Nova Uniao og ætlaði ekki að fara til baka til Manaus nema sem sigursæll bardagamaður.

Aldo svaf í æfingaaðstöðu Nova Uniao og þreif dýnurnar á morgnana þar sem hann átti ekki efni á gistingu. Æfingafélagar hans tóku eftir því að Aldo hafði ekki borðað í nokkra daga og fóru stundum með hann til að gefa honum mat. Aldo átti bókstaflega ekkert og var oft á tíðum vannærður.

Aldo fékk svo svefnpláss á gólfinu heima hjá vini sínum, Lori. Það má deila um það hvort sú aðstaða hafi verið betri en dýnurnar hjá Nova Uniao enda bjuggu þeir í einu fátækasta og hættulegasta hverfi Ríó. Þeim félögum tókst að lifa á 100 dollurum (13.000 íslenskar krónur) á mánuði saman frá einum styrktaraðila Lori. Þeir borðuðu oftast eina máltíð á dag seint á kvöldin sem átti að gefa þeim orku fyrir æfingar morgundagsins.

Þrátt fyrir þessa erfiðu tíma langaði Aldo aldrei að fara heim. Hann var þarna í Ríó til að elta drauminn og hann vissi að það yrði ekki auðvelt. Aldo tókst að komast í gegnum þessa erfiðleika og er í dag einn besti bardagamaður heims, pund fyrir pund.

Aldo er enn þann dag í dag hjá ‘Dede’ Pederneirast hjá Nova Uniao. Hann hefur ekki breyst mikið síðan hann kom til Ríó með ekkert á milli handanna. Hann er sami hlédrægi Brasilíumaðurinn sem ferðast um Ríó í neðanjarðarlestum og situr í ódýru sætunum á fótboltaleikjum hjá uppáhalds liði hans, Flamengo.

Heldur þú að þú vitir hverjir vinna á UFC 194? Sannaðu það á Fanaments.com og kepptu um €500 evru pottinn!

Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt er:

  1. Fara inná www.fanaments.com og stofna nýjan aðgang með prómó kóðanum MMAFRETTIR sem gefur frían miða í mótið.
  1. Smella á „Enter“ hjá mótinu „UFC 194 – €500 GTD“ og velja þína fimm bardagamenn.
  1. Staðfesta þitt val í mótið

Sannaðu fyrir þér og öðrum að þú vitir eitthvað um UFC! Skráðu þig núna og taktu þátt!

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular