Thursday, April 18, 2024
HomeErlentFabricio Werdum kom sér í vandræði eftir gagnrýni á Reebok

Fabricio Werdum kom sér í vandræði eftir gagnrýni á Reebok

werdum browneFyrrum þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum gagnrýndi Reebok samninginn fyrr í vikunni. Í kjölfarið var hann rekinn sem lýsandi UFC fyrir spænsku mælandi markaðinn.

Fyrr í vikunni birti Fabricio Werdum mynd af sér á Instagram í Reebok fatnaðinum en hafði sett Nike merki yfir Reebok merkið. Reebok er opinber styrktaraðili UFC og þurfa allir bardagamenn UFC að klæðast Reebok-fatnaði í bardaganum og vikuna fyrir bardagann.

Myndina merkti Werdum með myllumerkjum þar sem hann sagði Reebok að sjúga hreðjar sínar.

Não sou genérico, sou @nike desde criancinha! #chupa #mishuevos #reebok ????????

A photo posted by Fabricio Werdum (@werdum) on

Hann útskýrði svo hvað hann hefði átt við í viðtali daginn eftir. Þar sagðist hann hafa birt myndina í mótmælaskyni enda ósáttur með það litla sem Reebok borgar honum. Áður en Reebok styrktarsamningurinn tók í gildi var Werdum að fá 100-200.000 dollara frá styrktaraðilum. Í dag fær hann u.þ.b. 10% af þeim tekjum frá styrktaraðilum eftir að Reebok kom inn.

Werdum vildi koma sinni skoðun á framfæri og sagði að enginn væri ánægður með þennan Reebok samning. Hann væri undir engum kringumstæðum samningsbundinn Reebok og gæti því sagt það sem hann vildi.

Þessi hugsun reyndust vera mistök. Werdum hefur undanfarin ár starfað sem lýsandi fyrir UFC í Suður-Ameríku en var rekinn í gær. Werdum talar reiprennandi spænsku og þykir lýsa UFC afar vel á spænsku.

Werdum var hissa á uppsögninni enda fannst honum hann vera að standa sig nokkuð vel sem lýsandi. Hann hefði skilið uppsögnina ef hann hefði verið að standa sig illa sem lýsandi en skilur ekki af hverju hann er rekinn fyrir ummæli sín.

Fabricio Werdum mætir Cain Velasquez á UFC 207 þann 30. desember og verður áhugavert að sjá hann í Reebok gallanum eftir þetta.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular