Blaðakonan Farah Hannoun heldur því fram að bardagi á milli Gunnars Nelson og Neil Magny sé í vinnslu. Ef af bardaganum verður fer hann fram í Liverpool þann 27. maí.
EXCLUSIVE: Gunnar Nelson vs. Neil Magny in the works for UFC Liverpool (May 27th) #UFC #MMA pic.twitter.com/Bujes6fcgw
— Farah Hannoun (@Farah_Hannoun) March 26, 2018
Þetta sagði Hannoun fyrir skömmu en UFC heimsækir Liverpool í fyrsta sinn nú í maí. Heimamaðurinn Darren Till mætir að öllum líkindum Stephen Thompson í aðalbardaga kvöldsins.
Þá setti Neil Magny eftirfarandi færslu á Instagram þar sem hann lýsti því yfir að hann hefði nýverið samþykkt bardaga. Magny greinir ekki frá hver andstæðingur hans verður en miðað við tíst Hannoun er hann þarna að samþykkja að berjast við Gunnar.
Neil Magny er flottur bardagamaður sem hefur sigrað þekkta bardagamenn á borð við Kelvin Gastelum, Hector Lombard og Carlos Condit. Magny situr í 9. sæti styrkleikalistans á meðan Gunnar er í því 13.
UFC hefur ekki staðfest bardagann svo hugsanlega eru þetta bara sögusagnir.