spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFedor og Ryan Bader mætast í úrslitum þungavigtarmóts Bellator

Fedor og Ryan Bader mætast í úrslitum þungavigtarmóts Bellator

Bellator 214 fer fram í kvöld í Kaliforníu þar sem þungavigtarmót Bellator klárast. Ryan Bader getur orðið tvöfaldur meistari með því að sigra Fedor Emelianenko.

Átta manna þungavigtarmót Bellator klárast í kvöld á Bellator 214. Þeir Quinton ‘Rampage’ Jackson, Chael Sonnen, Frank Mir, Fedor Emelianenko, Ryan Bader, King Mo, Matt Mitrione og Roy Nelson byrjuðu allir í þungavigtarmótinu í ársbyrjun 2018. Eftir standa bara tveir menn og mun sigurvegarinn fá sérstakt belti eftir sigurinn á útsláttarmótinu og þungavigtarbeltið. Bellator hefur ekki haft þungavigtarmeistara síðan Vitaly Minakov lét beltið af hendi í maí 2016.

Ryan Bader er ríkjandi léttþungavigtarmeistari en hefur staðið sig ansi vel í þungavigtinni. Hann byrjaði á að rota King Mo í 1. lotu og vann svo Matt Mitrione í undanúrslitum. Bader er talinn sigurstranglegri fyrir bardagann í kvöld en hann hefur unnið alla fjóra bardaga sína í Bellator.

Hinn 42 ára Fedor Emelianenko hefur farið aðeins auðveldari leið í úrslitin. Fedor byrjaði á að rota Frank Mir í 1. lotu og gerði svo það sama við Chael Sonnen í undanúrslitum. Fedor tapaði síðast fyrir Matt Mitrione í júní 2017.

Kvöldið lofar ansi góðu hjá Bellator í kvöld. Ungstirnið Aaron Pico mætir Henry Corrales í fjaðurvigt sem ætti að vera spennandi. Fjölbragðaglímukappinn Jake Hager keppir í þungavigt í kvöld gegn óreyndum bardagamanni. Hager er enginn CM Punk enda náði Hager flottum árangri í bandarísku háskólaglímunni áður en hann fór í fjölbragðaglímuna. Hager á þó ekki mikla framtíð í MMA enda orðinn 36 ára og að taka sinn fyrsta MMA bardaga.

Juan Archuleta er nafn sem bardagaaðdáendur ættu að fylgjast með en Archuleta er 21-1 og æfingafélagi T.J. Dillashaw. Archuleta mætir Ricky Bandejas en hann er helst þekktur fyrir að hafa sigrað James Gallagher í fyrra.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2 en engin leið er til að horfa á Bellator löglega á Íslandi. Það er þó oftast hægt að finna streymi á Reddit.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular