Fedor Emelianenko mun snúa aftur í MMA á gamlárskvöld og berjast á bardagakvöldi í Japan. Þetta var tilkynnt á Bellator bardagakvöldinu í gærkvöldi.
Fyrrum forseti Pride bardagsamtakanna, Nobuyuki Sakakibara, tilkynnti þetta á Bellator bardagakvöldinu í gær. Sakakibara snýr aftur í MMA eftir sjö ára fjarveru en hann stofnaði Pride á sínum tíma.
Fedor mun berjast á gamlárskvöldi en enginn andstæðingur hefur verið nefndur. Fedor hefur ekki samið við Bellator en bardagakvöldið verður sýnt á Spike sjónvarpsstöðinni sem sýnir einnig Bellator. Bellator mun að einhverju leiti vera viðloðið bardagakvöldið.
Þetta er tveggja bardaga samningur Fedor við Sakakibara en Fedor hefur ekki barist síðan 2012.
Fedor Emelianenko átti sín bestu ár í Pride bardagasamtökunum í Japan og er talinn besti þungavigtarmaður allra tíma. Hann hefur þó aldrei barist í UFC og eru þetta því ákveðin vonbrigði fyrir marga MMA aðdáendur.