spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFimm bestu bardagar ársins 2013

Fimm bestu bardagar ársins 2013

Nú er árið 2013 brátt liðið í aldanna skaut og í því tilefni höfum við á MMA fréttum ákveðið að taka saman nokkra hápunkta ársins, en í dag verður farið yfir fimm bestu bardaga ársins. Fyrir þá sem hafa áhuga á að horfa á þessa bardaga, er hægt að finna þá með því að slá inn nöfn keppendanna og ‘full fight’ í Google leitarvélina. Við munum reyna að tala sem minnst um úrslit þessara bardaga og gefa þannig fólki sem ekki hefur séð þá, eða þeim sem muna ekki hvernig bardagarnir enduðu, tækifæri til að horfa á þá án þess að vita úrslitin fyrirfram.

5. Gilbert Melendez gegn Diego Sanchez – UFC 166

Gil Melendez er óneitanlega tæknilegri bardagakappi en Sanchez og bjuggust margir við því að Melendez myndi sýna það í þessum bardaga og sigra Sanchez á stigum. Sanchez tókst hins vegar að draga Melendez inn í sinn heim og báðir keppendur skiptust á villtum höggum í þrjár lotur.

Þetta myndskeið er mjög lýsandi fyrri bardagann í heild sinni

 

4. Carlos Condit gegn Johnnie Hendricks – UFC 158

Þessi bardagi ákvarðaði hvor þessara tveggja myndi hljóta næsta titilbardaga gegn ríkjandi meistara Georges St.Pierre. Báðir sýndu þeir mikinn vilja til að sigra bardagann – Condit náði fleiri höggum en Hendricks fleiri fellum. Frábær bardagi þarna á ferð.

 

 

 

 

 

3.  Jon Jones gegn Alexander Gustafsson – UFC 165

Fyrir bardagann gegn Gustaffson hafði Jon Jones litið út fyrir að vera ósigrandi og aðeins Vitor Belfort hafði komist nálægt því að ógna meistaranum. Því töldu flestir að Jones myndi afgreiða Gustafsson á afgerandi hátt, en annað kom á daginn. Bardaginn reyndist hnífjafn og þegar upp var staðið var þetta óneitanlega einn besti bardagi ársins.

Gustafsson varð sá fyrsti til að ná að fella Jon Jones

 

2. Dennis Bermudez Matt Grice – UFC 157

Þessi bardagi var ólíklegur ‘Bardagi kvöldsins’ þar sem þessir tveir kappar mættust á undirkortinu. Á aðalkortinu var titilbardagi Rousey gegn Caramouche og Machida mætti Dan Henderson í hinum aðalbardaganum, en það voru hins vegar Bermudez og Grice sem stálu senunni þetta kvöldið með frábærum bardaga.

 

1. Mark Hunt gegn Antonio ‘Bigfoot’ Silva – UFC Fight Night 33

Þungavigtarkapparnir mættust í Brisbane, Ástralíu 7. desember síðastliðinn og um leið og bardaganum lauk voru menn á því að þetta hefði verið einn allra besti bardagi ársins og vissulega einn allra besti þungavigtarbardagi allra tíma. Dana White veitti þeim bónus fyrir ‘Bardaga kvöldsins’ og veitti þeim báðum sigurbónus.

Mark Hunt með áhugaverða tæklingu

 

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. […] Árið 2013 var ansi viðburðaríkt hjá UFC. Las Vegas bardagasamtökin hafa aldrei haldið jafn mörg bardagakvöld, keppt var í kvennaflokki í fyrsta skipti í sögu UFC og auðvitað voru margir frábærir bardagar á árinu en MMA Fréttir tók saman fimm bestu bardagana á árinu og hægt er að nálgast þá grein hér. […]

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular