Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFimm hlutir sem þú vissir ekki um Rondu Rousey

Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rondu Rousey

ronda-rousey-UFCRonda Rousey er orðin ein stærsta stjarnan í UFC eftir aðeins fimm bardaga þar. Júdó bakgrunnur hennar er vel þekktur sem og hlutverk hennar í kvikmyndum á borð við The Expendables 3 svo eitthvað sé nefnt. Eldri systir Rondu Rousey, Maria Burns Ortiz, skrifaði hins vegar grein fyrir skömmu síðan um nokkra hluti sem fólk vissi ekki um hana. 

 

5. Hún hefur bara átt kærasta sem heita Bob

Ekki í bókstaflegri meiningu en móðir þeirra, AnnMaria De Mars, kallaði alla kærasta þeirra systra Bob. Hún sagðist neita að læra nafnið á stráklingum sem hverfa svo úr lífi þeirra. Hún gaf þeim í þokkabót númer en síðasti kærasti Rondu Rousey fékk nafnið Bob 6.

4. Fyrsta heimsókn Rondu Rousey á spítalann var út af rúsínu

Þegar þær voru litlar voru þær systur að leika sér að því að troða nammi í nefið á sér. Þetta endaði með því Ronda Rousey tróð súkkulaðirúsínu aðeins of langt og þurfti að fara á slysó. Að vísu þurftu þær ekki að fara alla leið því súkkulaðið bráðnaði og rúsínan rann úr nefinu í bílnum. Síðan þá hefur hún forðast súkkulaðirúsínur eins og heitan eldinn.

3. Hún er flink að teikna höfrunga en er hrædd við háhyrninga

Ronda Rousey er mjög hrifin af sjávarlífverum og gerði mikið af því að teikna fiska og höfrunga sem krakki. Hún ætlaði að verða sjálvarlíffræðingur en ákvað að gerast bardagakona þar sem minni líkur yrðu á að hún yrði étin af háhyrningi.

2. Hún er forfallinn tölvuleikjafíkill

Ronda Rousey elskar tölvuleiki. Eftir sigur hennar um síðustu helgi lýsti hún því yfir að hún ætli að liggja í sófanum í tvær vikur og spila. Hún rústar fjölskyldumeðlimum í Mario Kart og þykir hæfileikarík í Just Dance. Hún var á tímabili djúpt sokkin í Pókemon en er nú að mestu leyti í World of Warcraft.

1. Tveimur vikum fyrir bardaga breytist hún í villidýr

Ronda Rousey er nagli eins og allir vita en tveimur vikum fyrir bardaga hennar gerist eitthvað í kollinum hennar. Hún verður geðill og örg og það er best að halda sig í öruggri fjarlægð. Á þessum tíma er hún að skera niður og að undirbúa sig andlega svo þetta er kannski skiljanlegt.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular