spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFimm Íslendingar féllu úr leik á Evrópumótinu í BJJ í dag

Fimm Íslendingar féllu úr leik á Evrópumótinu í BJJ í dag

Fimm Íslendingar kepptu í dag á öðrum degi Evrópumótsins í brasilísku jiu-jitsu. Mótið fer fram í Lissabon í Portúgal.

Fyrstu glímurnar hjá íslenska hópnum fóru fram í dag en öll keppa þau í flokki fjólublábeltinga undir merkjum Mjölnis.

Pétur Óskar Þorkelsson keppti í -70 kg flokki en tapaði í sinni fyrstu glímu á aukastigum (advantage). Það sama var uppi á teningnum hjá Þórhalli Ragnarssyni sem tapaði á stigum en hann keppti í -94 kg flokki.

Aron Elvar Jónsson keppti í -76 kg flokki og vann fyrstu glímuna mjög sannfærandi á „rear naked choke“. Aron tapaði í næstu glímu og var því úr leik.

Kristján Einarsson og Davíð Freyr Hlynsson kepptu í -82,3 kg flokki. Kristján vann fyrstu glímuna sína á hengingu (bow and arrow) en tapaði seinni glímunni á dómaraúrskurði eftir að hafa verið jafnir á stigum (0-0). Davíð tapaði sinni glímu og eru þeir því báðir úr leik.

Á morgun, fimmtudag, keppir Ingibjörg Birna í -58,5 kg flokki og á föstudag keppa þeir Brynjar Ellertsson og Ari Páll Samúelsson.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular