Fimmta Lotan gaf út síðasta þátt ársins fyrir helgi í sérstökum Áramóta Annál þar sem valið var bardagafólk ársins 2024 eftir tilnefningum hlustenda sem sendu þær inn í gegnum Instagram. Bardagafólk ársins var valið bæði úr UFC en einnig úr innlendu senunni í MMA, BJJ og hnefaleika flokkum.
Aron Leó Jóhannsson var valinn MMA bardagamaður ársins og var hann einnig valinn fyrir rothögg ársins í MMA flokki. Aron Leó tók fyrsta bardaga ársins í júní sem var jafnframt hans fyrsti bardagi á atvinnumannastigi en hann endaði á að taka 3 bardaga á árinu sem hann sigraði alla. Hann sigraði Bradley Tedham með rothöggi eftir aðeins 10 sekúndur í fyrsta bardaganum og fékk rothögg ársins fyrir það. Hann mætti svo Gavin Lofts í september sem hann sigraði á dómaraákvörðun. Aron endaði svo árið 3-0 sem atvinnumaður og með atvinnumanna veltivigtartitil Caged Steel eftir að hafa sigrað Jonny Brocklesby með uppgjafartaki í desember. Það ríkir mikil spenna fyrir framtíð Aron Leós en hann hefur lagt inn umsókn til að taka þátt í The Ultimate Fighter á komandi ári.
RVKMMA sankaði að sér viðurkenningum þetta árið í MMA flokkunum en Jhoan Salinas vann uppgjafartak ársins fyrir kneebar´ið gegn Shyrron Burke og bardagi Yonatan Francisco gegn Jack Terry var valinn bardagi árins. Hekla María Friðriksdóttir var valin MMA bardagakona ársins þó hún hafi ekki enn barist í MMA en engin íslensk kona barðist í MMA á árinu þannig Heklu var gefið þetta fyrir það eitt að vera eini kvenmaðurinn sem var í leit að bardaga á árinu, vonandi gengur betur að finna mótherja á komandi ári.
Logi Geirsson var svo valinn nýliði árins í MMA flokki en hann tók sinn fyrsta bardaga á Norðurlandamótinu MMA Galla sem hann sigraði örugglega og varð með því fyrsti íslendingurinn til að vinna Norðurlandameistaratitil í MMA. Logi Geirsson var einnig valinn glímumaður ársins og viðureign hans gegn liðsfélaga sínum Stefáni Fannari á Mjölnir Open var valin glíma ársins. Logi sigraði m.a. Nogi Íslandsmeistaramótið og ADCC North Europan Open og nokkurn vegin allt sem var í boði hérlendis, t.d. Mjölnir Open og Grettismótið, í sínum flokki og opnum.
Kristína Marsibil frá Atlantic BJJ rústaði hlustendakosningunni fyrir glímukonu ársins og fékk hlustendaverðlaunin en stjórn Fimmtu Lotunnar tók framfyrir hendur hlustenda sinna og valdi Önnu Soffíu Víkingsdóttur sem glímukonu ársins en hún vann allt sem var í boði og fékk svarta beltið sitt á árinu.
Uppgjafatak árins í BJJ flokki fór til Brekar Harðar fyrir einstaklega fallegan flying triangle á Grettismótinu og nýliði ársins fór til Gillýar Gunnarsdóttur sem varð Íslandsmeistari á fyrsta mótinu sem hún hefur tekið þátt í.
Hnefaleikamaður ársins fór til Björns Jónatans Björnssonar frá Hnefaleikafélagi Akraness og var rothögg hans í úrslitunum á POWR Box Cup valið rothögg ársins. Erika Nótt Einarsdóttir var valin hnefaleikakona ársins og bardagi ársins í hnefaleikaflokki fór til Teits Þórs og Daniel Rosa sem fóru í algjört stríð á síðasta Icebox viðburði. Nýliði árins fór til Ronalds Bjarka Mánasonar en hann varð Íslandsmeistari og Bikarmeistari og vann gullið á King of the Ring í Svíþjóð.
Fullur listi er eftirfarandi:
MMA:
Bardagamaður: Aron Leó Jóhannsson
Bardagakona: Hekla María Friðriksdóttir
Bardagi: Yonatan Francisco vs. Jack Terry
KO: Aron Leó vs. Bradley Tedham
Submission: Jhoan Salinas vs. Shyrron Burke
Nýliði: Logi Geirsson
Box:
Hnefaleikamaður: Björn Jónatan Björnsson
Hnefaleikakona: Erika Nótt Einarsdóttir
Hnefaleika bardagi: Teitur Þór Ólafsson vs. Daniel Rosa á Icebox í nóvember
KO: Björn Jónatan á POWR Box Cup
Nýliði: Ronald Bjarki Mánason
BJJ:
Glímumaður: Logi Geirsson
Glímukona: Kristína Marsibil / Anna Soffía Víkingsdóttir
Glímuviðureign: Logi Geirsson vs. Stefán Fannar á Mjölnir Open
Submission: Breki Harðar Flying Triangle á Grettismótinu
Nýliði: Gillý Ósk Gunnarsdóttir
UFC:
Bardagamaður: Alex Pereira
Bardagakona: Valentina Shevchenko
Bardagi: Esteban Ribovics vs. Daniel Zellhuber
KO: Max Holloway vs. Justin Gaethje
Submission: Khamzat Chimaev vs. Robert Whittaker
Nýliði: Carlos Prates
Þáttinn allan má svo finna hér að neðan: