Tuesday, April 23, 2024
HomeInnlentFjórir bardagakappar frá RVK MMA stíga inn í búrið í kvöld

Fjórir bardagakappar frá RVK MMA stíga inn í búrið í kvöld

May be an image of 1 person, standing, indoor and text that says 'REYKJAVIK MMA Where champions are made'


Á miðvikudaginn síðastliðinn héldu fjórir keppendur frá RVK MMA út til Englands. Í kvöld keppa þeir svo áhugamannabardaga í MMA undir merkjum World Kickboxing Federation: Warriors Fight Night, en allur ágóði viðburðarins rennur til góðgerðamála. Keppendurnir fjórir eru mis reynslumiklir en þar ber helst að nefna Krzysztof Porowski (3-1) en hann keppir um veltiviktartitil samtakanna. Yonatan Francisco (1-0) keppir sinn annan bardaga á tæpum tveimur mánuðum en hann sigraði síðast andstæðing sinn með rothöggi á Spáni í mars. Arnar Bjarnason og Helgi Idder þreyta síðan frumraun sína í búrinu. Báðir hafa þeir æft bardagaíþróttir í fjölmörg ár og er því vel undirbúinn.

Íslendingar eru aftur farnir að láta til sín taka í MMA senunni eftir Covid þar sem að ferðatakmarkanir eru orðnar minni og auðveldara er að skipuleggja keppnisferðir en þess má geta að þetta er í þriðja sinn í ár sem RVK MMA sendir keppendur erlendis.

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular