Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentJulius, Venet og Aron með bardaga á Englandi á laugardaginn

Julius, Venet og Aron með bardaga á Englandi á laugardaginn

Mjölnir sendir þrjá keppendur á Golden Ticket 19 bardagakvöldið um helgina. Bardagakvöldið fer fram í Wolverhampton á Englandi laugardaginn 4. júní.

Golden Ticket hefur tvívegis áður fengið bardagamenn frá Íslandi á bardagakvöldin sín. Bardagakvöldið er í beinu samstarfi við hið nýstofnaða enska MMA samband (EMMAA) og eru starfsmenn EMMAA að sjá um að allt sé eftir bókinni.

Julius.

Julius Bernsdorf (2-2) keppir sinn fyrsta bardaga í þrjú ár um helgina. Julius fer þá beint í titilbardaga í léttþungavigt gegn Brandon Guest (5-1). Julius er þýskur en hefur sest að hér á landi eftir að hafa fallið fyrir landi og þjóð.

Þetta verður fyrsta titilvörn Guest en Julius er staðráðinn að koma heim með beltið. Bardaginn var settur upp með rúmlega tveggja vikna fyrirvara en Julius var allan tímann einbeittur á að berjast og því tilbúinn þegar kallið kom.

„Fyrst og fremst langar mig að njóta að berjast þar sem það er svo langt síðan ég barðist síðast,” segir Julius.

„Æfingarnar hafa gengið mjög vel. Ég vissi að ég gæti mögulega fengið bardaga þarna og var tilbúinn þegar kallið kom. Síðan ég barðist síðast hef ég bætt mig mikið og get ekki beðið eftir að fá að sýna hvað ég get.“

Venet.

Venet Banushi (2-0) mætir Ryan Lockyer (5-6) í léttvigt. Venet átti upphaflega að mæta öðrum andstæðingi en sá þurfti að draga sig úr bardaganum eftir bílslys. Lockyer kemur því inn en hann er glímumaður og með töluvert fleiri bardaga en Venet. Venet hefur unnið báða bardaga sína eftir dómaraákvörðun, báða hjá Golden Ticket og er staðráðinn í að klára bardagann í þetta sinn.

„Það er góður andi í keppnisliðinu og hafa æfingarnar gengið mjög vel. Ég hef bætt felluvörnina mikið enda búinn að leggja áherslu á það. Ég ætla að halda þessu standandi og spennandi, brjóta hann niður hægt og rólega piece by piece og klára með TKO,“ segir Venet.

Aron Franz.

Aron Franz Bergmann Kristjánsson (0-3) ætlar að ná sér í sinn fyrsta sigur í MMA um helgina. Líkt og hjá Venet hefur verið rótering á andstæðingum hans en Aron mætir hinum danska Oskar Lang (1-2-1) í fjaðurvigt. Aron er aðeins tvítugur að aldri en þegar kominn með fína reynslu sem keppandi í MMA og hnefaleikum.

„Ég ætla að sýna hvað ég get og sýna hvað ég hef lært mikið síðan ég barðist síðast. Mér líður ótrúlega vel fyrir bardagann og er spenntari fyrir þessum andstæðingi heldur en þeim sem ég átti upphaflega að mæta,“ segir Aron.

Aron hefur hingað til lagt mesta áherslu á að leita að rothögginu en hefur stundað jiu-jitsu af miklum krafti á síðustu mánuðum.

„Ég hef bætt mig mest í glímunni og er glíman alltaf að verða nátturulegri fyrir mig. Ég á örugglega eftir að eyða meiri tíma í glímunni í þessum bardaga heldur en síðast. Ég ætla að gera hvað sem er til að vinna. Ég er tilbúinn að fara allar 3 loturnar ef þess þarf og sama hvort þetta verði ugly win eða ekki. Ætla bara að vinna!“

Bardagarnir verða í beinni á vef Live MMA hér og kostar PPV um 2.000 ISK.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular