spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 algengustu klisjurnar í MMA

Föstudagstopplistinn: 5 algengustu klisjurnar í MMA

jon cain

Í föstudagstopplistanum ætlum við að skoða fimm algengustu klisjurnar í MMA. Þetta eru línur sem heyrast oft í viðtölum fyrir og eftir bardaga en margar af þeim koma fyrir ansi oft. Það geta ekki allir talað í spennandi fyrirsögnum eins og Conor McGregor en hér koma fimm algengustu klisjurnar.

5. “Best training camp of my life”

Þetta virðist vera venjan á blaðamannafundum fyrir stóra bardaga. Menn henda þessari línu oft fram og tala um hvað allt hafi verið frábært í æfingunum fram að bardaganum.

4. Einn bardagi í einu

Þetta er setning sem maður heyrir oft og er algjör klisja. En klisjur eru oft klisjur þar sem það leynist eitthvað sannleikskorn í þeim. Vanalega segja bardagamenn þetta þegar þeir eru nálægt titilbardaga. Oftar en ekki vilja bardagamenn (eðlilega) einbeita sér frekar að næsta bardaga fremur en að spá of mikið í framtíðina og segjast því einungis ætla að einbeita sér að einum bardaga í einu.

3. “New and improved me”

Þessi klisja, BJ Penn línan, hefur margoft heyrst frá bardagamönnum sem eru búnir að vera á slæmu skriði. BJ Penn á þessa línu skuldlaust enda hefur hann sagt þessa línu margoft en alltof oft ekki náð að standa undir stóru orðin.

2. “Underrated ground game”

Þetta er klisja sem Joe Rogan (lýsandi UFC) hendir oft fram. Oftast nær er hann að tala um menn sem eru aðallega þekktir fyrir sparkboxið sitt eins og Forrest Griffin, Che Mills og Jose Aldo. Hvort þetta sé satt og rétt skal ósagt látið en engu að síður algjör klisja.

1. “Toughest opponent yet”

Hvað eiga Dan Hardy, Jake Shields og Sara McMann sameiginlegt? Jú þeim hefur öllum verið lýst sem hættulegasta andstæðingi meistarana George St. Pierre og Ronda Rousey. Þetta er oftast markaðsvél UFC að selja bardagana og heyrist fyrir nánast hvern einasta titilbardaga í UFC. Það geta ekki allir verið “hættulegustu andstæðingar meistarana” alltaf..

Svo setjum við meistara klisjanna, sjálfan Mike Goldberg, hér í lokin. Góða helgi!

mike goldberg

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular