spot_img
Sunday, November 24, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 kjánalegustu atvikin milli lota

Föstudagstopplistinn: 5 kjánalegustu atvikin milli lota

Föstudagstopplistinn er á sínum stað eins og vanalega og í þetta skipti ætlum við að taka fyrir topp fimm kjánalegustu atvikin milli lota. Þótt hléið sé ekki nema ein mínúta að lengd þá gerist margt áhugavert á þessari töframínútu. Oftast er þetta tækifæri fyrir bardagakappana til að ná andanum og fá góð ráð frá horninu sínu en stundum gerast kjánalegir hlutir sem ekki er annað hægt en að hlæja að.

5. Stoolgate á UFC 178

Í enda lotu tvö í bardaga Tim Kennedy og Yoel Romero náði Kennedy að vanka Romero það mikið að margir telja hann hafa verið meðvitundarlausan og eina sem hafi haldið honum uppi var búrið. Um leið og bjallan flautaði hlupu þjálfarar hans inn í búrið og komu honum á stól til að jafna sig. Þegar hlénu lauk var smurt alltof miklu vaselíni yfir augað hans. Því þurfti að senda inn mann og eyða auka tíma til að þrífa það af. Þegar hann fór sat Romero enn þarna í rólegheitum þangað til að dómarinn John McCarthy rak hann upp á fætur og kastaði stólnum út sjálfur. Eftir þessar auka 30 sekúndur til að jafna sig kom Romero sterkur inn í þriðju lotuna og rotaði Kennedy. Mjög umdeilt atvik og var Kennedy öskureiður eftir bardagann.

Hér að neðan fer Joe Rogan yfir atvikið en hann lýsti bardaganum.

https://www.youtube.com/watch?v=QiD9553-vrg

4. Clay Guida ropar

Clay Guida á það til að hleypa út heljarinnar ropum á milli lota og hafa þau fengið viðurnefnið the Carpenter´s Burp. Hann er allavega kurteis og passar sig að ropa ekki framan í fólkið sem er að hjálpa honum í hléinu. Hér má sjá samansafn af bestu ropum hans.

3. Hit him with your groin

Á UFC 100 reif Georges St. Pierre nárann og í horninu eftir 4. lotu lét Kanadamaðurinn þjálfara sinn, Greg Jackson vita. Jackson gaf lítið fyrir meiðsli hans og gaf honum þau ráð að lemja Alves með klofinu.

2. Maranhao fellur í yfirlið

Á bardagakvöldi hjá Resurrection Fighting Alliance (RFA) í Bandaríkjunum átti undarlegt atvik sér stað á milli fjórðu og fimmtu lotu. Junior Maranhao féll í yfirlið og datt um leið af stólnum. Eftir það var hann einfaldlega vakinn upp og sendur aftur í hringinn eins og ekkert hafi í skorist. Það hefur greinilega ekki hjálpað honum að taka smá blund milli lota því hann tapaði á endanum á dómaraákvörðun.

mma-blackout

1. Joe Rogan missir sig yfir ísmolum

Án efa kjánalegasta atvik sem hefur átt sér stað á milli lota er þegar Joe Rogan missti sig yfir poka af ís sem rifnaði með þeim afleiðingum að klakar duttu á gólfið í búrinu. Rogan hélt áfram og áfram að tala um ísinn. Hann lét meira að segja sýna atvikið í hægri endursýningu og lýsti atvikinu ítarlega.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular