spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 þekktustu mýturnar í MMA

Föstudagstopplistinn: 5 þekktustu mýturnar í MMA

Það er alltaf erfitt að sjá uppáhalds bardagamann sinn tapa. Til að auðvelda sér tapið telja aðdáendur sér trú um að það sé einhver lögmæt ástæða á bakvið tapið. Þannig ná þeir að skapa einhverja mýtu um bardagamanninn sinn sem gerir það að verkum að þeir tapi aldrei þegar allt fer að óskum. Í föstudagstopplista vikunnar förum við yfir 5 þekktustu mýturnar í MMA.

chuck-liddell_flash

5. Chuck with that look in his eyes

Þetta er einhver fáranlegasta mýtan í MMA. Upprunalega kemur þetta frá Joe Rogan og Mike Goldberg sem tala um visst augnaráð frá ísmanninum sjálfum, Chuck Liddell, áður en hann gekk í búrið. Aðdáendur voru fljótir að taka þetta upp og notuðu þetta til að telja sér trú um að nú myndi Liddell vinna næsta bardaga eftir slæmt tap á undan. Staðreyndin er sú að þegar þeir Rogan og Goldberg tala um þetta augnaráð þá hefur hann tapað þremur af fjórum bardögum. Myndbandið hér að neðan sýnir þessa fáranlegu mýtu ágætlega.

wanderlei

4. Pride Wanderlei

Þegar Wanderlei Silva var í Pride var hann upp á sitt allra besta. Hann var ósigraður í 5 ár og sigraði Pride millivigtartitilinn. Á þessum tíma virkaði hann ósigrandi en það sama er ekki hægt að segja um gengi hans í UFC. Aðdáendur hans telja sér trú um að sá Wanderlei Silva sem barðist í Pride hefði getað sigrað hvaða bardagamann sem er.

3. Motivated BJ Penn

Hversu oft hafa aðdáendur BJ Penn haldið að núna muni gamli góði BJ Penn mæta eftir dapurt gengi undanfarið? BJ Penn var upp á sitt besta frá árunum 2002 til 2009. Síðan þá hefur hann aðeins sigrað einn bardaga en það hefur ekki minnkað óraunhæfar væntingar aðdáanda hans. Fyrir hvern einasta bardaga segist BJ Penn aldrei hafa fundið til eins mikillar hvatningar áður. Núna mun gamli góði BJ Penn mæta á svæðið en því miður verða aðdáendur hans fyrir sífellum vonbrigðum þar sem BJ Penn hefur ekki litið vel út í mörg ár. Vissulega hefur hann verið að berjast í veltivigt þar sem hann á engan veginn heima en það má ætla að margir aðdáendur hans telji núna að nýr og endurnýrður BJ Penn sé að fara að mæta Frankie Edgar í júlí.

FedorIceCream

2. Prime Fedor

Fedor Emelianenko er án nokkurs vafa besti þungavigtarmaður allra tíma. Það breytir því ekki að þegar hann fór að tapa voru aðdáendur hans fljótir að verja sinn mann og segja að hann hefði aldrei tapað gegn Dan Henderson, Fabricio Werdum og Antonio Silva þegar hann var upp á sitt besta (e. prime Fedor).

Shogun-Rua (1)

1. Healthy Shogun

Lengi vel tapaði Shogun Rua bara þegar hann var meiddur, eða það er að minnsta kosti það sem aðdáendur hans töldu sér trú um. Tapið gegn Mark Coleman ætti ekki að vera tap þar sem Shogun handleggsbrotnaði eftir fellu frá Coleman og var bara slys. Í tapinu gegn Forrest Griffin var Shogun augljóslega meiddur í hnénu en hann fór í hnéaðgerð stuttu eftir bardagann. Hann var svo rændur gegn Lyoto Machida í fyrra skiptið svo það tap telst eiginlega ekki með. Gegn Jon Jones var Shogun nýlega búinn í hnéaðgerð og ekki sami Shogun og sigraði titilinn. Síðan Shogun vann titilinn hefur hann í raun aldrei verið 100% heilsuhraustur samkvæmt aðdáendum hans. Þannig að ef hann hefði haldist heill þá væri hann enn ósigrandi og ríkjandi meistari í léttþungavigt og sennilega konungur heimsins. Þetta er algeng mýta sem Shogun aðdáendur halda fast í.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular