spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFramkvæmdastjóri Reebok á leið til Íslands

Framkvæmdastjóri Reebok á leið til Íslands

UFC ReebokEinn af framkvæmdastjórum Reebok keðjunnar er á leið til Íslands. Tilgangur heimsóknarinnar er að ræða mögulegt samstarf Mjölnis, Gunnars Nelson og Reebok.

Reebok er styrktaraðili UFC en sjö ára samningur fataframleiðandans tók í gildi síðasta sumar. Allir bardagamenn UFC þurfa að klæðast fatnaði Reebok er þeir berjast.

Reebok greiðir bardagamönnum fyrir hvern bardaga og fer eftir fjölda bardaga í UFC hve há upphæðin er. Upphæðirnar eru frá 2.500 dollurum til 20.000 dollara en meistarar fá meira.

Reebok er þó með nokkra bardagamenn á sínum snærum sem eru sérstakir „Reebok-íþróttamenn“ og eru þeir með sér samning við Reebok. Þetta eru stjörnur eins og Ronda Rousey, Conor McGregor, Anthony Pettis, Johny Hendricks, Joanna Jedrzejczyk og fleiri. Mögulega er Gunnar að fara að fá sér samning.

Gunnar Nelson hefur barist átta bardaga í UFC og fær því 5.000 dollara frá Reebok fyrir hvern bardaga. Ef Gunnar fær sér samning við Reebok mun hann fá hærri upphæð fyrir hvern bardaga og eflaust vera í alls kins kynningarefni fyrir Reebok.

Audi Attar, umboðsmaður Gunnars, mun einnig koma til landsins.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular