Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFullkominn stormur - Robbie Lawler gegn Matt Brown á laugardaginn

Fullkominn stormur – Robbie Lawler gegn Matt Brown á laugardaginn

lawlerÁ laugardaginn heldur UFC veislan áfram þegar risabardagi mun eiga sér stað í veltivigtinni. Fjórir bardagar skipa aðalhluta bardagakvöldsins en aðalbardaginn gæti orðið einn besti bardagi ársins.

Á þessu ári eiga að vera 35 UFC bardagakvöld. Það þýðir að það verða á bilinu 350 til 385 bardagar í 10 þyngdarflokkum. Það verður því sífellt erfiðara fyrir UFC að æsa aðdáeundur upp og vekja athygli á einstaka viðburðum, hvað þá einstaka bardögum. Stundum koma hins vegar bardagar sem ekkert þarf að selja. Bardagar sem fá adrenalínið til að flæða og hleypir ímyndunaraflinu af stað. Bardagar sem eru stál í stál eins og Erik Morales gegn Marco Antonio Barrera, Cain Velasquez gegn Junior Dos Santos, Nick Diaz gegn Paul Daley og Robbie Lawler gegn Matt Brown.

Lawler og Brown eru ekki óvinir. Þeir eru atvinnumenn sem afgreiða oftar en ekki andstæðinga sína eins og þeir hafi vanvirt móður þeirra. Brown er búinn að sigra sjö andstæðinga í röð. Af þeim rotaði hann sex og enduðu sennilega allir á spítala. Lawler er álíka mjúkhentur en goðsagnakennd höggþyngd hans hefur gert út af við jaxla eins og Melvin Manhoef og Jake Ellenberger í hans síðasta bardaga. Þessir tveir eru aldrei í leiðinlegum bardögum. Brown notar mikla pressu til að brjóta niður andstæðinga sína á meðan Lawler tekur á móti með gagnhöggum og háspörkum. Báðir eru rotarar og munu forðast dómaraúrskurð eins og heitan eldinn.

brown silva
Brown gegn Silva

Þessi bardagi er ekki bara góður, heldur mikilvægur líka. Það er nánast öruggt að sigurvegarinn fær að skora á ríkjandi meistara í veltivigt, Johny Hendricks. Lawler var hársbreidd frá því að ná beltinu í mars en Brown hefur alrei komist svona nálægt titilbardaga. Báðir eru sigurvissir og munu gefa allt í þennan bardaga.

Johny_Hendricks_vs._Robbie_Lawler
Lawler gegn Hendricks

Bardagar af þessari gerð gætu komið á óvart eins og þegar Carlos Condit ákvað að nota tækni og hreyfanleika til að sigra Nick Diaz á stigum. Lawler er þroskaðri bardagamaður en hann var á hans yngri árum og gæti t.d. ákveðið að fella Brown og nota hans vanmetnu glímu hæfileika. Það eru minni líkur á að Brown breyti um stíl en hann virðist bara vera með einn gír. Hvort sem þetta verða 60 sekúndur eða 25 mínútur eru allar líkur á að þessi bardagi verði einn af bestu bardögum ársins. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti á laugardaginn.

UFC 143: Diaz v Condit
Matt Brown
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular