Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaDaniel Cormier mætir Jon Jones á UFC 178

Daniel Cormier mætir Jon Jones á UFC 178

dcÞær leiðinlegu fréttir bárust í þessu, staðfest af MMA Junkie, að Alexander Gustafsson væri meiddur og gæti ekki barist við Jon Jones eins og stóð til þann 27. september á UFC 178.

Bardaga Jon Jones og Alexander Gustafsson var beðið með mikilli eftirvæntingu enda var fyrri bardagi þeirra frábær og lang erfiðasta titilvörn Jones. Margir telja að Gustafsson sé enn stærsta ógnin við Jones. Í stað Gustafsson verður það Daniel Cormier sem fær tækifærið en hann er verðugur andstæðingur fyrir Jones. Cormier er ósigraður í 15 bardögum, þar af 5 í Strikeforce og 4 í UFC. Þeir sem vildu fá að sjá Gustafsson berjast aftur við Jones verða að bíða en þessi bardagi er ekki mikið síðri.

Daniel Cormier hefur lengst af barist í þungavigt en færði sig niður í léttþungavigt á þessu ári. Þar hefur hann barist við Patrick Cummins (eftir að Rashad Evans meiddist viku fyrir bardagann) og Dan Henderson. Cormier er tvöfaldur Ólympíufari í glímu og einn af betri glímumönnum UFC í dag.

Cormier hefur lengi viljað mæta Jon Jones og telur sig hafa rétta stílinn til að sigra hann. Það má því búast við að skítkastið milli þeirra verði nokkuð skemmtilegt fyrir bardagann. UFC 178 fer fram 27. september en fyrr í vikunni fékkst það staðfest að Conor McGregor mæti Dustin Poirier á sama kvöldi.

 

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular