Thursday, April 25, 2024
HomeErlentFyrsta og eina tap Jose Aldo átti sér stað fyrir tíu árum...

Fyrsta og eina tap Jose Aldo átti sér stað fyrir tíu árum í dag

jose aldo lucianoFjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo hefur ekki tapað bardaga í heil tíu ár. Hans fyrsta og eina tap á ferlinum var gegn Luciano Azevedo fyrir nákvæmlega tíu árum síðan.

Þann 26. nóvember 2005 barðist Jose Aldo sinn áttunda bardaga á ferlinum. Hann mætti Luciano Azevedo sem sigraði bardagann með „rear naked choke“ hengingu í 2. lotu. Eftir tap sitt gegn Azevedo hefur Aldo hins vegar verið á tíu ára sigurgöngu og sigrað 18 bardaga í röð.

Árið 2008 byrjaði Aldo að keppa fyrir WEC samtökin. Aldo sigraði alla andstæðinga með miklum yfirburðum og varð fjaðurvigtarmeistari samtakanna árið 2009. Aldo hélt þeim titli alveg fram að endalokum WEC þegar samtökin sameinuðust UFC.

Seinasti bardagi Aldo fyrir WEC samtökin var gegn Manvel Gamburyan. Aldo sigraði bardagann með rothöggi og í framhaldi þess var hann krýndur fjaðurvigtarmeistari UFC. Aldo hefur varið titil sinn sjö sinnum í UFC og er fyrsti og eini beltishafi fjaðurvigtardeildar UFC.

Conor McGregor og Chad Mendes mættust í búrinu á UFC 189 til að keppa um bráðabirgðartitilinn í fjaðurvigt UFC. Bardaginn var settur saman eftir að Jose Aldo hætti við áætlaðan bardaga gegn McGregor vegna rifbeinsmeiðsla. McGregor sigraði Mendes í annarri lotu með tæknilegu rothöggi. Eftir bardagann var McGregor krýndur bráðabirgðarmeistari fjaðurvigtardeildarinnar. Aldo og McGregor munu mætast 12. desember næstkomandi og sameina beltin.

Aldo tapaði síðast fyrir sléttum tíu árum síðan. Mun hann tapa aftur í desember?

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular