spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFyrsta titilvörn Fabricio Werdum verður gegn Cain Velasquez

Fyrsta titilvörn Fabricio Werdum verður gegn Cain Velasquez

werdum cain velas
Úr fyrri bardaga þeirra.

Fyrsta titilvörn þungavigtarmeistarans Fabricio Werdum verður gegn fyrrum meistaranum Cain Velasquez. Werdum tók beltið af Velasquez með sannfærandi hætti fyrr á árinu og munu þeir því mætast aftur innan skamms.

Frá þessu greindi Ariel Helwani í þættinum UFC Tonight í gærkvöldi og vitnaði í Dana White, forseta UFC. Ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær bardaginn fari fram.

Fabricio Werdum og Cain Velasquez áttu fyrst að mætast á UFC 180 í Mexíkóborg en þremur vikum fyrir bardagann meiddist Velasquez. UFC setti saman bardaga milli Werdum og Mark Hunt um svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim champion). Þar fór Werdum með sigur af hólmi.

Beltin voru svo sameinuð þegar Werdum og Velasquez mættust á UFC 188 í júní í Mexíkóborg. Þar sigraði Werdum með uppgjafartaki í 2. lotu og varð þar með óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Fyrsta titilvörn hans verður því gegn manninum sem hélt beltinu í þrjú ár – Cain Velasquez.

Enn einu sinni mætir Cain Velasquez andstæðingi sem hann hefur mætt áður. Þetta verður sjöundi bardaginn hans á síðustu fjórum árum en á þessum árum hefur hann aðeins mætt þremur mönnum, Junior dos Santos (þrisvar), Antonio Silva (tvisvar) og mætir nú Werdum í annað sinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular