0

Fyrstu bardagar Jon Jones áður en hann fór í UFC

Jon Jones snýr aftur í búrið annað kvöld eftir langa fjarveru. Af því tilefni skoðum við nokkra af hans bardögum áður en hann fór í UFC.

Rígur Jon Jones og Daniel Cormier er einn sá allra skemmtilegasti í MMA í dag en þeir mætast í aðalbardaganum á UFC 214 annað kvöld. Jones er einn besti bardagamaður allra tíma en hann fór hratt á toppinn. Aðeins fjórum mánuðum eftir að hann tók sinn fyrsta bardaga var hann kominn í UFC.

Jon Jones tók sinn fyrsta atvinnubardaga þann 12. apríl 2008. Þá mætti hann Brad Bernard og stóð bardaginn ekki lengi yfir.

Annar bardaginn var aðeins viku seinna gegn Carlos Eduardo. Sá hefur síðan þá átt ágætis feril í MMA og barðist m.a. í Bellator. Þetta var erfiðasti bardaginn hjá Jones áður en hann fór í UFC.

Þriðji bardaginn var gegn Anthony Pina sem Jones kláraði eftir hengingu í 1. lotu. Því miður er ekki til myndband af þeim bardaga en bardaginn gegn Pina fór fram aðeins sex dögum eftir Eduardo bardagann. Jon Jones var því orðinn 3-0 á tveimur vikum.

Fjórði bardaginn var gegn Ryan Verrett í maí og entist hann í aðeins 14 sekúndur.

Sá næsti var gegn Parker Porter í júní 2008 og stóð hann aðeins yfir í 36 sekúndur en ekki er til myndband af þeim bardaga. Jones rotaði Porter.

Síðasti bardaginn hjá Jones áður en UFC samdi við hann var gegn Moyses Gabin þann 12. júlí 2008. „Sexual chocolate“ eins og hann var kallaður þá kláraði því fimm bardaga frá apríl til júlí áður en hann fékk samning hjá UFC. Þó andstæðingarnir hafi ekki verið í hæsta gæðaflokki var ljóst að þarna var á ferð magnaður íþróttamaður.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.