spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGamli bardaginn: Gunnar Nelson gegn Alexander Butenko

Gamli bardaginn: Gunnar Nelson gegn Alexander Butenko

butenkoNú þegar aðeins nokkrir dagar eru í bardaga Gunnars Nelson á Írlandi er þess virði að rifja upp síðasta skipti sem Gunnar barðist á eyjunni grænu. Viðburðurinn var Cage Condender XII og andstæðingurinn hinn rússneski Alexander Butenko sem hafði sigrað 16 af 21 bardaga. Þetta var síðasti bardagi Gunnars áður en hann fór í UFC en hann fór fram þann 25. febrúar árið 2012.

Gunnar byrjaði bardagann með föstum spörkum í vinstri fótlegg Butenko. Þeir læstust saman í kjölfarið og Butenko reyndi fellu en Gunnar notaði snjalla gagnhreyfingu og náði Butenko í gólfið. Á augabragði var Gunnar kominn í “side mount” og nokkrum sekúndum síðar í “mount”. Gunnar sýndi mikla yfirvegun og góða stjórn og fór smá saman að láta höggin rigna. Að lokum var Butenko sýnd miskunn þegar Gunnar kláraði bardagann með snyrtilegum “armbar”. Klassískur Gunnar Nelson bardagi.

Þess má geta að Alexander Butenko hefur barist 22 sinnum síðan þessi bardagi fór fram en hann barðist t.d. þrisvar í mars og júní í fyrra. Af þessum 22 bardögum hefur Butenko sigrað 18. Hann er eingöngu 27 ára gamall og gæti hæglega komist sjálfur í UFC.

Hér má sjá bardagann í heild sinni:

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular