Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSam Elsdon: Að berjast við Gunnar breytti lífi mínu

Sam Elsdon: Að berjast við Gunnar breytti lífi mínu

sam elsdonSam Elsdon kemur frá Bretlandi og er fyrrum MMA bardagamaður. Elsdon hefur aðeins þrjá bardaga að baki en í öðrum bardaga sínum barðist hann við Gunnar Nelson. Við tókum Elsdon tali og ræddum við hann um bardagann og fleira.

Árið 2010 hélt íslenski víkingurinn til Bretlands þar sem hann keppti á BAMMA 2 gegn Sam Elsdon. Gunnar var á þeim tíma með sex sigra og eitt jafntefli en Elsdon hafði keppt einn atvinnumannabardaga og sigrað.

„Ég vissi hver Gunnar væri og ég vissi allt um hann. Ég fékk hringingu á seinustu mínútu. Ég held að einhver hafi hætt við, sem Gunnar lenti mikið í, og það var minna en mánuður í bardagann. Margir reyna að velja hvern þeir berjast við svo þeir séu með betra sigurhlutfall en fyrir mig var MMA lífstíll,“ segir Elsdon.

Bretinn Eldson sagði einnig að hann hefði verið mjög glaður að fá að standa í sama hring og Gunnar Nelson. Bardaginn var þó ekki jafn glaðlegur. „Bardaginn fór eins og ég hélt. Ég vissi að ég yrði í vandræðum ef við færum í gólfið. Ég vonaðist eftir að geta stoppað fellur Gunnars þar sem ég hafði verið í júdó og hafði einnig verið þjálfaður af Brois Sabotinov í grísk-rómverskri glímu. Ég vildi halda bardaganum standandi en augljóslega virkaði það ekki en Gunnar hefur mikinn hraða og er nákvæmur. Hann kýldi mig þegar hann fór í felluna og ég sá stjörnur,“ en Elsdon gafst upp eftir „rear naked choke“ eftir 2:30 í fyrstu lotu.

„Ég held að ég hafi reynt Uchi-mata (júdó fella) sem var í raun bara líkamlegt viðbragð. Hann lagaði sig til og við fórum í gólfið. Áætlun mín í gólfinu mun líklega fá einhverja til þess að hlægja en ég ætlaði að vera rosalega mjúkur því í BJJ þarftu að fá svar frá andstæðingnum þegar þú gerir eitthvað,“ segir hann. „Ég vissi að ef Gunni næði „mount“ myndi ég ekki ná honum af. Svo ég hreyfði mig ekki mikið á botninum. Eitt sem ég tók eftir var að Gunni hefur gríðarlega sterkar mjaðmir og nára. Þegar hann hefur læst þér þá ertu ekki að fara að sleppa. Ég reyndi að komast í betri stöðu en hann náði taki á kjálkanum á mér sem varð til þess að ég gafst upp“.

Elsdon fékk ekki mikla hjálp fyrir bardagann en BJJ þjálfari hans Valymr Neto var staddur í Brasilíu og Elsdon æfði á stað þar sem var næstum bara stundað Muay Thai. Allir þjálfarar og æfingarfélagar vöruðu hann við og vildu ekki að hann myndi keppa við Gunnar.

„Auðvitað er Gunnar á öðru getustigi en ég. Ég vann í 12 tíma á dag og stundaði MMA sem áhugamál. Allir sögðu við mig að hann væri miklu betri en svar mitt var að hann væri einfaldlega of góður fyrir alla sem hann hefur sannreynt aftur og aftur.“

Elsdon hefur aðeins gott að segja um Gunnar. „Miðað við hversu mikla yfirburði Gunnar hefur þá gæti hann virkilega slasað fólk ef hann vildi. Þegar hann var ofan á mér þá hefði hann getað barið mig til óbóta en hann var í raun mjög blíður. Ég nefndi þetta við þjálfara hans John Kavanagh og hann sagði að Gunni væri einfaldlega svona gerður. Hann vill ekki slasa andstæðing sinn, bara nógu mikið til þess að sigra.“

Elsdon segir að allir sem sáu Gunnar vissu að hann myndi ná þessum árangari í dag. Hann segist einnig hafa lært mikið af bardaganum. „Gunnar sendi mér mynd af okkur í búrinu og skrifaði nokkur orð á bakhliðina (sjá neðar). Þessi orð hafa verið með mér síðan þá og í gegnum íslenskan vin var ég kynntur fyrir Power of Now. Þessi reynsla sýndi mér að lífið er til þess að lífa í nútímanum og þetta gerði mér kleift að breyta hugsunarhætti mínum. Ég stjórna huga mínum nú í staðin fyrir að láta hann stjórna mér með áhyggjum og stressi. Líf mitt breyttist til muna. Ég hafði starfað við sama hlutinn í 17 ár og ég ákvað að segja upp. Ég fór að ferðast í Asíu og vinn núna sem skógarhöggsmaður. Ég klifra og hef gaman að lífinu í dag. Að berjast við Gunnar breytti stefnu minni í lífinu.“

Við þökkum Sam Elsdon kærlega fyrir viðtalið en myndband af bardaganum má sjá hér að neðan.

sam elsdon 2

Gunnar Nelson VS Sam Elsdon (2010) from Mjolnir MMA on Vimeo.

spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular